Þessi síða á íslensku
Anna Rótlausa
Blogg þar sem stafsetning skiptir ekki máli og öllu gríni fylgir engin alvara


07.01.2015 23:25

Omnivore verður Vegan

Ég lærði það fyrir sjö dögum að ég er skilgreinist sem omnivore í dýraríkinu. Ég er dýr sem byggi fæðu mína á mismunandi fæðugerðum eins og plöntum, dýrum, bakteríum og fleira.  Með öðrum orðum þá borða ég allt. Ég hef ætíð verið stolt að borða allt en seinni árin hefur mér þótt meira mikilvægt að borða skynsamlega ákveðna fæðuflokka. Ofneysla er aldrei góð hvorgi fyrir mig né umhverfið. Ég hef líka meira reynd að forðast að borða dýr sem eru alin með vafasömum aðferðum. Þetta hljómar eins og ég sé á leiðinni að verða grænmetisæta.

Það gerist líklega seint en ég hef aftur á móti aldrei getað hugsað mér að drepa dýr. Í baráttu við Ísbjörn væri ég örugglega vonlaus jafnvel ef ég væri með hlaðna byssu. En dauði minn myndi vonandi metta svangan ísbjörn í útrýmingahættu. Ég man ennþá eftir því hvað mér fannst erfitt að rota fyrsta fiskinn sem ég veiddi. Ég hef ekki farið í margar veiðiferðir eftir þetta. Ég er dóttir dýralæknis og er ekki í neinni afneitun. Ég veit að öll dýr sem ég borða þarf að drepa. Ég viðurkenni því algjörlega þessa þversagnarkenndu hegðun mína. Ég heldur aldrei haft neinn áhuga á að eiga dýr en ég ber mikla virðingu fyrir dýrum. Íslenska kindin nýtur sérstakrar virðingar hjá mér en ólíkt mörgum þá tel ég þessa skepnu mjög gáfaða og kjarkað. En mér finnst hún líka sérstaklega bragðgóð og þakka ég öllum innilega fyrir að færa mér hana á diskinn minn. Það má kannski segja að ég sé smá eins og karlkynsljón. Nenni ekki að hafa fyrir því að veiða en kann virkilega að meta blóðugt gott kjöt.

Þrátt fyrir þessa miklu aðdáun mína á dýrum sem fæðu þá hef ég ákveðið að taka áskorun um að vera Vegan. Það var einmitt þannig sem ég lærði þetta orð omnivore. Nú er ég, omnivore ekki búin að neyta neins dýrakyns eða annara afurða sem koma frá dýrum í heila viku. 15.12.2014 22:42

Jól trúleysingjans

Umræðan um kirkjuferðir hefur látið mig hugsa. Í grunninn finnst mér kirkjuferðir óþarfi í grunnskólum. Ég tel börnin þó ekki hljóta varanlegan skaða á því að fara einu sinni í kirkju. Aftur á móti tel ég að kirkjuferðir á hverju ári séu óþarfar. Unglingur sem er búin að fara 7 sinnum áður í svipaða kirkjuferð er einfaldlega komin með nóg. Það sama mátti segja um endalausar heimsóknir á Þjóðaminjasafnið sem breyttist lítið í mörg ár. Ég get nánast fullyrt það að seinust árin hefði þeir geta sett inn flóðhesta og gírafa og ég hefði ekki tekið eftir því.

Mér er aftur á móti umhugsað þá aðstöðu sem börnin sem trúa á annað eða trúa ekki eru sett í.  Í samskiptum mínum við börn reyni ég að koma í veg fyrir að börn lendi í þeirri aðstöðu að þau þurfa láta í ljós "stórar" lífsskoðanir fyrir framan jafningja, kennara og foreldra. Þessar lífsskoðanir eru einfaldlega ekki fullmótaðar og oftar en ekki tilkomnar vegna foreldra eða annarra áhrifavalda. Okkur ber að virða þetta mótunarferli á öllum sviðum. Með þessum ítrekum kirkjuferðum er ekki verið að fræða börn neitt heldur viðhalda einhverju hefði sem stangast á við hlutleysið sem skólakerfið ber að skapa í þessum málum.

Ég er efasemda manneskja og eftir að hafa virkilega reynd þá varð ég að játa mig sigraða. Ég trúi ekki og tengi engan vegin við trúarbrögð. Ég ber virðingu fyrir trúuð fólki sem ber virðingu fyrir mér og öðru sem iðka önnur trúarbrögð.

Það stangast því kannski á þessa skoðun mín að ég held Jól. Það einfaldar mér lífið mikið að á Íslandi heitir þessi hátíð friðs og kærleika Jól en ekki Kristinmessa. Orðið Jól má rekja aftur á tíma víkinga sem vissu ekkert um Krist heldur fögnuðu því að myrkrið var senn á enda og daginn fer að lengja. Það myndi að sjálfsögðu gleðja mig að Jólin yrðu aftur færð á 21. og 22. desember. Ég er til í að fyrirgefa það að fyrir mörgum árum komu hingað menn sem gerðu allt í sínu valdi til að íslendingar tilbiðu ein Guð en ekki marga Ási og færðu Jólin þeirra um nokkra daga.

Jólin mun ég halda með fjölskyldu minni. Sumir fagna fæðingu Jesú, aðrir lengingu dagsins og flestir pökkunum. Það fanga síðan allir þessum nokkrir frí dagar sem skapa tækifæri í upptekni lífi allra til að koma saman og njóta samverunnar og friðarins.

Ég er sem sagt að segja að ein kirkjuferð í yngri deildum skóla er skaðlaus en alveg nóg á hvert barn. Fyrst og fremst finnst mér mikilvægast að hvert og eitt okkar rifji upp af hverju við höldum jólin. Síðan spyrjum við börnin okkur af hverju þau halda upp á jólin og berum virðingu fyrir þeirra ákvörðun hver sem hún er.   

09.11.2014 23:33

Opinber aðlögunarferli að nýjum aðstæðum hafin

Ég ætla að byrja blogg upp á nýtt. Ólíkt ferðabloggunum þá er þetta blogg fyrir mig, einstakling sem kann ekki lengur á hið hefðbundna almenna líf íslendings. Ég er komin aftur í Kópavoginn eftir 14 ára samveru. Í dag er ég næstum eins ringluð og 17 ára ungmennið sem flutti yfir voginn úr uppeldishverfinu yfir í höfuðborgina. Þetta er nú kannski ekki svo slæmt, hormónabreytingarnar eru kannski minni og ég veit að heimurinn er stærri en Kópavogur.

Eftir þessi 14 ár hef ég aftur á móti rosalega mikið sem mig langar að segja. Nú hugsa sumir fuck hún ætlar að tuða um stjórnmál. Mögulega munu íslensk stjórnmál einhvern tíman koma fyrir á samt öðru mis áhugaverðu. Þetta blogg verður ekki byggt á vinsældum lesenda. Þetta blogg verður byggt á kaldhæðnum og minna kaldhæðnum skoðunum mínum á lífinu. Þetta er ekki lífsstílsblogg en ég mun hugsanlega segja þér inn á milli hvernig þú átt að haga þér. Þegar ég geri það þá ætlast ég til þess að þú fari eftir því.

Nýr titill á síðunni inniheldur síðan nýja uppáhaldsorðið mitt rótleysi. Orð sem ég hef notað oft en nýlega hef ég frétt af fólki sem notar þetta til að lýsa mér. Ég eins og allir aðrir fór náttúrulega að spá í í hvort þetta sé rétt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég hef ekki hugmynd um það. Ég gæti sagt að mér sé sama. En það væri náttúrulega alveg fáranlegt enda er engum alveg sama um hvaða orð fólk út í bæ notar til að lýsa þér. Ef einhver myndi biðja um að segja mér hvað það þýðir nákvæmlega að vera rótlaus þá myndi ég alveg efast um svarið. Ég er búin að leita af góðri skilgreiningu á veraldravefnum. Hann vildi ekkert gefa mér nema að ég borgaði fyrir það. Á morgun fer ég í frí orðbók nágranans og stærstu spurningu lífs míns verður svarað.Kom 

14.04.2014 16:48

Vinalegaheitin í vonleysinu og framtíðarplönin

 Áður en ég byrja langar mig að lýsa ástandinu á mér þegar ég er að skrifa þetta. Ég fór frá gistiheimilinu okkar í Blantyre fyrir 35 tímum. Ég er búin að fara í þrjár flugvélar og þegar ég kom til London í morgun þá var ég að vonast til að geta fært mig á fyrr flugið heim. Það kostaði aftur á móti það mikið að ég taldi mig græða meira á því að endurnýja smá í fataskápnum fyrir dvöl mín á Íslandi. Það er náttúrlega ekkert vit í því þar sem ég var stjórnlaus af þreytu og á enga peninga en VISA virkar ennþá og ég er að fara vinna. Útrásavíkingurinn sem finnst ekkert eðlilegra en eyða einhverju sem hann á ekki er sem sagt á leiðinni heim.

Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem heimferð mín er svona löng.  Þessi er aftur á móti sérstaklega erfið þar sem ég var frekar mikið illa sofin áður en fór af stað. Einhverja hlutavegna er ég orðin A manneskja sem vaknar alla morgun fyrir klukkan 7:00. Síðan þegar ég gerði allt í mínu valdi til að sofa lengur voru herbergisfélag mínir ekki að hjálpa. Ég hef því sjaldan verið eins þreytt á ævinni. Ég er svo þreytt að áður en ég tékkaði mig inn áðan var ég að passa tölvuna mína og símann í hleðslu og sofnaði við lestur í mjög fáranlegri stellingu. Útlitið er síðan eftir þreytu og ferðalagi. Ég er sem sagt komin með ferðljótu en ég lagt mig mikið fram við að reyna að halda bakpokaferðalanga lyktinni niðri. En vá hvað verður gott að komast úr þessum fötum.

En nóg af þessu væli og snúum okkur aftur að Malaví.

 

Landið með vinalegu þjóðina í vonleysinu
Það verður að viðurkennast að ég er ennþá að melta Malaví. Ég var eiginlega í tilfinngarrússibana allar þessar þrjár vikur. Til að byrja er best að segja það þetta hugsanlega vinalegast, kurteisasta og  heiðarlegasta þjóð sem ég hef heimsótt. Þegar ég segi þetta þá meina ég engan veginn á einhvern yfirboðskenndan hátt, malavar virðast bara í eðli sínu og menningu vera upp til hópa rosalega einlagt og vinalegt.  Það verður að segjast að mér leið eins og ég væri dónalegasta og óvingjarnlegasta manneskja heimi  oft á tíðum. Ég hélt bara ekkert í við þessi vinalegheit. Mist er miklu betri en ég í þessu. Ég ef svo sem alveg vitað ég get stundum verið kuldaleg og þurr á manninn en innan um þessa þjóð er ég skelfileg. Það var síðan alveg staðfest hversu vinaleg þessi þjóð er þegar ég kom á flugvöllinn í Jóhannesarborg. Þegar ég kom til Jóhannesarborgar fyrir þremur mánuðum tók ég alls ekki eftir því að þeir væru eitthvað óvinalegir. En ég tók strax eftir því hvað þetta var allt annað og skyndilega var ég orðin vinalegasta og hlýjasta manneskja á svæðinu. Því miður þegar ég kom til Evrópu voru þessi vinaleit horfin bæði hjá mér og öðrum í kring um mig. Það er frekar erfitt að lýsa þessu góðu nærveru sem malavar gefa af sér en í lokin vorum við Mist hættar að hafa áhyggjur af því að vera rændar eða svindlað á. Þetta leiddi til þess að við keyptum mun meira en við ætluðum okkur og allt í einu vorum við farnar að gefa betlurum (aðalega Mist samt) og borga hærra verr en við vorum beðnar um.

Nær vera heimamanna var einnig mjög erfið. Það verður að viðurkennast að Malaví er eitt erfiðasta land sem ég hef heimsótt. Við vissum svo sem að þetta er eitt fátækasta ríki í heimi og að mörguleiti sáum við verri hluti í Sambíu. Það sem maður sér aftur á móti ekki í Malaví svo auðveldlega er einhver von eða tækifæri um framfarir. Malaví hefur verið eitt friðsælasta ríki Afríku. Stéttaskiptingin virðist vera minni. Reyndar líklega vegna þess að það eru engir peningar hér. Hvíta fólkið fór ekki eins illa með heimamenn á nýlendutímanum eins og í nágranaríkjunum. Ríkisstjórnin með þeim minna spilltari á svæðinu. Spillingin er mikil en hún er aftur á móti helsta umræðuefni fyrir komandi kosningar sem er jákvætt. Trúboðið er mikið en það virðist vera minna skaðlegt en annarstaðar og minni áhersla á trúboð í skólastefnunni. Þrátt fyrir þetta sér með enga von. Maður reynir að huga sig við að fólk sveltur allavega ekki á meðan vatnið er þarna. En það er víst ofveiði í því. Við tókum líka eftir því að Malavara drekka mun meira vatn en nágrannar þeirra sem drekka lítið annað en mjög sæta ávaxtasafa. Það er jákvætt en líklega ástæðan sú að þeir hafa ekki efni á ávaxtasafanum. Malaví er líka það fátæk að til dæmis er Magnum ísinni vandfundinn meiri segja á ferðamannastöðum (Magnum er eitt af því sem er hægt að finna allastaðar). Reyndar eru mjög fáir eiginlegir ferðamannastaðir í Malaví. Reyndar held ég að Malaví sé svo fátæk að það er ekki markaður fyrir stóru fyrirtækin sem eru allstaðar annarstaðar í suður Afríku. Það eru alveg rosalegur fjöldi af hjálparstarfsmönnum og samtökum af öllum stærðum og gerðum og örugglega fullt af góðum verkefnum. En ég ítreka að ég hef aldrei upplifað eins litla von í einu landi. Það hjálpar síðan ekki hversu vinalegir þeir eru og oft á tíðum langaði mig að bara að geta kennt einhverjum um. En sökudólgurinn er bara ekki svo augljós í Malaví og því þurfti ég reglulega að snúa mér við og horfa í hina áttina til að hvíla mig á eymdinni og vonleysinu hjá þessari þjóð sem á einfaldlega betra skilið. Ég. Í Malaví gat maður aldrei hætt að hugsa um af hverju misskiptingin þarf að vera svona mikil í heiminum.

Staða kvenna í Malaví er líka eitthvað sem var ofarlega há okkur. Reyndar átti það líka við í Sambíu og að sjálfsögðu í hinum ríkjunum þar sem ég kem nú úr landinu þar sem staða kvenna er sú besta í heimi. Við vorum í Malaví í þrjár vikur og sáum klárlega hvað staða kvenna er veik og þær sjást eiginlega ekki. Þær eru mjög feimnar og þora lítið að hafa sig fram. Malaví er karlaríki það er alveg ljóst.

Að lokum verður að taka fram að Malaví er rosalega fallegt land. Landið býður upp á alskonar náttúru og vatnið býður upp á eina bestu sund aðstæður sem ég hef komist í. Ég myndi klárlega mæla með ferðalagi til Malaví. Ég myndi samt ráðleggja fólki að farir ekki með það markmiði að eyða litlu þó svo að allt sér ódýrt. Í Malaví á maður að vera alltaf með pening og dreifa viðskiptum sínum á milli smá fyrirtækja jafnvel þó þú haftir ekkert með viðskiptin að gera. Ég mun ekki fara aftur til Malaví nema að það sé með því markmiði að reyna að leggja eitthvað af mörkum.

 

Afríka önnur en ég bjóst við
Þá er þessu ferðalagi lokið. Það var að mörguleiti öðruvísi. Fyrst og fremst þá býður þessi hluti Afríku upp á allt annan ferðamáta en til dæmis suðuraustur Asía. Stundum er enginn ferðaþjónusta og ef hún er þá er hún yfirleitt lúxusferðamennska. Það var líka öðruvísi að vera með bækistöð í Windheok og skemmtileg tilbreyting. Ferðafélaginn var líka öðruvísi enda annar. Mist er náttúrlega reyndari ferðamaður en ég og sjálfstæðasti ferðamaður sem ég hef ferðast með. Vinátta okkar Mistar sem var reyndar smá sérstök fyrir komst held ég bara ágætlega í gegn um þetta. Við erum allavega farnar að plana partýin þegar hún kemur heim og með hugmyndir af verkefnum sem okkur langar að framkvæma.

Eitt sem er víst er að ég er ekki búin með Afríku. Ég er einungis búin með hluta af suðurhluta Afríku sem er að sjálfsögðu allt öðruvísi en Egyptaland sem var eina Afríkuríkið sem ég hafði heimsótt fyrir þessa ferð. Afríka er rosalega stór og staðalímynd flestra og mín fyrir þessa ferð er mjög röng. Ætla ég aftur til Afríku já svo sannarlega og reyndar gæti ég hugsað mér að heimsækja öll þessi ríki aftur.


Spennandi tímar framundar á Íslandi
Nú ætla ég aftur á móti að taka mér smá pásu frá löngumferðlögu. Fjárhagurinn minn leyfir svo sem ekki fleiri ferðalög í bili. Orðið á götunni heima er víst að ég sé komin í einhverskonar skuldafangelsi. Ég verð nú samt búin að borga mig út úr því í sumar. Ég hefði reyndar aldrei farið svona fram úr fjárhagsáætlunni ef ég vissi ekki að ég ætlaði að taka pásu í smá tíma. Það er samt líka alveg á hreinu að Afríka er frekar dýr að ferðast í vegna þess að það er er flókið. Næst þegar ég fer til Afríku langar mig að taka ekkert sem skipti mig máli nema sjálfan mig og fara á puttanum og sjá hvar ég enda.  

Ástæðan fyrir því að ég ætla að taka mér frí frá löngum ferðalögum er vegna þess að Ísland er loksins aftur orðið smá spennandi. Af hverju finnst mér mitt illa stjórnaða, óstöðuga land spennandi? Nú vegna þess að ég kýs að líta á björtu hliðarnar. Það er rými fyrir breytingar og nýjar hugmyndir á Íslandi og mig langar að nýta mér það. Frá og með 1. Maí byrja ég í nýju starfi sem staðarhaldari Húsadal. Það er fimm mánaða starf með mögulegri framlenging ef vel gengur. Starfið leggst vel í mig að svo mörguleiti en ég ætla ekkert að vera telja það upp. Næsta vetur stefni ég síðan á að vera heima nema að eitthvað mjög spennandi bjóðist útlandinu. Þetta hefur sem sagt aðeins snúist, fyrir nokkrum mánuðum þurfti eitthvað mjög spennandi að halda mér á Íslandi.

Ég læt þetta vera lokorðin af þessu ferðlagi. Það er möguleiki að ég haldi síðunni gangandi en breyti um nafn og markmið. Áfram mun þó stafsetning ekki skiptamáli en kannski að gríninu fylgi einhver alvara.

Að lokum við ég síðan þakka Mist kærlega fyrir samveruna og að sjálfsögðu öllum öðrum sem ég hitti en þeir skilja þetta svo sem ekki. Nema þá þessar tvær íslensku sem við fundum í eyðimörkinni í Namibíu

13.04.2014 13:36

Kanel pizza, lúxus þvottur og trylltur skemmtistaður

 

Þessir seinustu þrír dagar í Blyntyre voru frekar rólegir. Við keyptum ýmislegt og borðum meðal annars Pizzu með árstíðar ávextinum, rjómaosti, kanel og sýrópi. Það var enginn rjómaostur sjánlegur og árstíðar ávexturinn var ananas í dós. Við bjuggumst við banana þar sem hann virðist alltaf vera í árstíð en það má líka segja um ananas í dós einnig. Ég var náttúrulega yfir mig ánægð með það enda mikill ananas aðdáðendi. Pizzan verður ekki á matseðlinum á Pizzastaðnum mínum. Það verður aftur á móti engifer, kóríander og lime pizzan.

Nóg um pizzur í Blantyre. Aftur voru hraðbankarnir aftur með leiðindi og veðrið var íslenskt haust veður. Þetta hljómar kannski ekki eins og mjög skemmtilegir seinustu dagar. En Pip og öll verkefnin sem við þurftum að klára gerðu dagana skemmtilega. Við gerðum til dæmis mikla leit af þvottahúsi og þegar ég var nánast búin að gefast upp. Ætlaði ég leyfa konunni á gistiheimilinu að þrífa ógeðslega skítugu buxurnar mínar eftir gönguferðina. Þá fundum við þetta litla þvottahús sem vildi sko þrífa fötin mín. Ég er nokkuð vissum að þau hafi aldrei fengið of mikið notaðar göngubuxur og gallaskyrtu til þvo og pressa áður. Daginn eftir voru fötin mín aftur á móti ilmandi af nægilega miklum freskleika að fólkið í flugvélunum á leiðinni heim getur andað. Það verður samt alveg spurning með seinasta flugið til Íslands en það er þá allavega mín eigin þjóð sem fær að finna fyrir því. Konan sem vildi hand þvo fötin mín fyrir 100 krónur fékk því miður engin viðskipti. Hún fékk aftur á móti ýmislegt misspennandi úr bakpokanum mínum sem ég skildi eftir til að koma skipinu hennar Mistar og nokkrum sápum heim.

Skemmtistaður með sundlaug og áhorfendapöllum fyrir dansgólfið
Við áttum síðan tvö góð kvöld með henni Pip. Fyrsta kvöldið varð ansi skemmtilegt og ætla ég að gera mitt best við að lýsa aðstæðum kvöldsins. Pip hafði sem sagt fengið ábendingu um góðan veitingastað og bar sem breytist í klúbb eftir kl. 22:00. Við skelltum okkur því á Mustang Sally á föstudagkvöldið. Fyrst keyrðum við í ríka hverfið í Blantyre og síðan gengum við inn í einhvern garð þar sem ein kona var að grilla rosalega stóra nautasteik fyrir hvíta stóra menn. Við gengum áfram og komum að svona frekar hillbilly bar þar sem enginn var. Síðan fórum við upp smá tröppur og þá tók á móti okkur mjög stór salur í svona sixties stíl. Það sem var best er á leiðinni að sætunum okkar gengum við fram hjá sundlaug.

Við settumst síðan niður Mist og Pip fengu sér áfengt í tonic og ég fékk mér fillet steak sem kostaði ekkert og ég var spennt að vita hvað kæmi. Steakin var ekkert meira en matur sem ég borðaði og þarna sátum við og spjölluðum á meðan það fjölgaði í salnum. Síðan kl. 22:00 fór eitthvað að gerast þá fengum við að sjá hvað staðurinn hafði upp á að bjóða. Þau vildu augljóslega vera viss  um það að þau ættu mjög margar tegundir af diskóljósum sem voru öll notuð í einu allan tíman sem við vorum þarna inni. Pip langaði mikið að dansa ég og Mist minna spenntar en vorum til búnar að gera þetta fyrir þessa nýju vinkonu okkar. Það voru aftur á móti mjög fáir á dansgólfinu og þar sem áhorfendapallurinn fyrir dansgólfið var fullur þá vorum við frekar ragar við að fara á gólfið. Það er best að ég lýsi áhorfendapöllum áður en ég held áfram. Það var sem sagt lítið dansgólf á móti sundlauginni. Á milli sundlaugarinnar og dansgólfsins var síðan smá upphækkaður pallur og þar voru svona borð sem snéru að dansgólfinu sem var tilfalið að setja glasið sitt og halla sér upp að og horfa á aðra dansa.

Það var nú samt ekki skortur af danshæfileikum sem hélt okkur frá dansgólfinu. Þó svo að danshæfileikarnir séu engir og sérstaklega hliðin á þessum rosa rassa og mjaðmahreyfingarnar sem fólk í þessum heimshluta býður uppá. Nei okkur var alveg sama um að láta hlægja af stirðu fótboltamjöðmunum okkar. Nei það var meira að við vorum einu hvítu konurnar á staðnum og ég hafði gerst svo djörf að fara í stuttum stuttbuxum vegna skort á hreinum kristilegum fötum. Það birti aftur á móti til þegar ein heimastúlka mætti á dansgólfið og dansaði ein við sjálfan sig. Það sem gladdi mig meira er að hún var í því sem stundum kallast snípsíðu pilsi. Afsakið orðbragðið en það var bara satt og ég var í fyrsta skipti mjög ánægð með þennan klæðnað.

Við sem sagt stigum á gólfið og dönsuðum okkar tvö þrjú spor í einhvern tíman. Það kom okkur síðan alls ekki á óvart að um leið og við mætum fór dansgólfið að fyllast. Þetta er bara eins og með svörtu íþróttastrákana heima. Að lokum var komið nóg af dansi og við settumst niður og nutum ljósasýningunar. Tónlistin var líka alltof há þannig að ég datt athuganar gírinn. Það er alveg magnað hvernig hegðun fólks og skemmtustöðum er bara nokkuð eins allstaðar í heiminum. Að lokum þegar Mist var búin að fá tölvupóstinn hjá einum aðdáðendanum í viðbót fórum við heim.

Við komum heim um 1:00 mjög sáttar við kvöldið en það varð minna skemmtilegt þegar við sáum að einhverjir hefðu gert innrás á einka dormið okkar. Svona í felstum tilfellum hefði það verið í fínu lagi en þar sem þetta voru sömu sjálfhverfu vitleysingarnir frá því vikuna áður vorum við frekar pirraðar. Okkur langaði smá að hefna okkar þar sem nú voru þau sofandi og við að koma heim. En við ákváðum að við værum fullorðnar og yfir það hafnar og höguðum okkur vel. Þegar þau byrjuðu aftur á móti í hróka samræðum fyrir kl. 7:00 morguninn eftir fengu þau smá kennslustund í kurteisti frá mér.

Kveðjustund í Blantyre
Seinna kvöldið okkar með Pip og seinasta kvöldið mitt í Malaví var heldur rólegra og minna spennandi fyrir ykkur. Það var samt áhugaverðar og skemmtilegra fyrir okkur. Við fórum þá út að borða með Pip og Söru sem við höfðum hitt vikuna áður. Við áttum gott spjall við þessar tvær konur með ólíkan bakrunn og það eru svona kvöld sem gera ferðamennskuna sérstaklega skemmtilega. Allt þetta fjölbreytta og áhugaverð fólk sem maður hittir er alveg ómetanlegt.  

Að lokum var síðan komið að kveðju stund og snemma í morgun skildi ég Mist eftir á rútustöðunni áður en ég hélt út á flugvöll. Flugvöllurinn var síðan alveg eitthvað og ég er að renna út af rafmagni þannig að þið fáið bara ör lýsingu. Hann er bygging með ekkert og maður gengur bara út á flugbrautina þegar maður vill.

Ég stefni síðan á að klára ferðina með loka pistli á morgun. Þar sem ég tek saman Malaví  og ferðina og svo segi ég kannski frá því hvaða finnu ég fékk í gegn um skype í Namibíu.

11.04.2014 20:43

Tjaldað á leikvelli og gengið á fjall

 

Við komum til Mulanje í myrki sem er nú ekki það sem við viljum. En eftir 2 vikur í Malaví erum við búnar að komast að leiðsögubækurnar eru ekki að ljúga. Malavar eru ein vinalegasta og heiðarlegasta þjóð sem ég hef heimsótt. Við höfum því slakað svolítið í ferðamannavörninni.

Við fengum ábendingu um tjaldstæði í Mulanje og vissum svona nokkurn vegin hvar það var. Við vissum aftur á móti að það væri svona 5 km þangað og að ganga 5 km í myrkri er ekki skynsamlegt. Við reyndum því að finna bíl til að taka okkur. Þeir voru ekki sjáanlegir en til okkar komu ungir herramenn með hjól. Þeir buðust til að hjóla með okkur fyrir 142 krónur. Við tókum því og komist að því að þetta voru ekki bara 5 km heldur 5 km upp í móti. Við gengum því mest alla leiðinna með þessum tveimur ungu herramönnum. Sem hefðu nú ekki þótt miklir herramenn í Bandaríkjunum þar sem þeir buðust ekki til að bera töskurnar fyrir okkur. Litli íslenski feministinn í mér varð smá glöð með það. Ég var reyndar ekki með nema af farangrinum mínum með mér og því ekki mikið mál. Mist var með smá meira og því ögn þreyttari þegar upp var komið. Við komust svo á leiðarenda og þá fengum við að vita að þetta er dýrasta tjaldstæði í Malaví. Við borguðum fyrir tjaldstæðið með þær væntingar að aðstæðan væri alveg rosa góð. Okkur var aftur á móti boðið að tjalda á leiksvæðinu sem var ekki með neitt gras. Salernið og sturturnar voru ekki bara smá í burtu heldur líka ósnyrtilegt og ég ákvað að kvarta. Það kom mér svo sem ekki á óvart að við gætum ekki fengið endurgreidd. Því þó svo að malavar séu vinalegir og heiðarlegir þá er mjög eðlilegt að þegar þeim er gefin peningar þá gera þeir allt í sínu valdi til að gefa þá ekki aftur til baka. Að lokum komust við að samkomulagi um að við fengum mat í staðinn. Einhverjum þætti kannski skrýtið að vera gera svona mikið mál úr þessu. Aftur á móti var þetta flottur gististaður og eigandinn ekki einhver fátækur malaví á götunni.

Morguninn eftir spurðum við síðan um leigubíl niður brekkuna en vorum fljótar að ákveða að ganga niður. Við vorum síðan ekki lengi að finna mun ódýrari og betri gistingu. Þetta fylgir því að koma í myrki á nýja staði. Við gistum ekki þar heldur var stefnan sett á upphafstað gönguleiðana upp á fjallið. Við vorum komnar inní smárútu sem vildi að við borguðum nánast að sama fyrir 11 km og við borguðum fyrir 66 km daginn áður eða um 285 krónur. Við höfðum lítið um að velja þangað til hvít fólk á jeppa stoppaði hliðin á smárútunni og kona kallaði á okkur eitthvað á hollensku. Ef þið vissuð það ekki þá talar víst allt hvítt fólk í Malaví að sjálfsögðu hollensku. Nei svona til að gera ekki grín að þessum indælu hollenskum hjónum með þrjú börn og einna mömmu þá vorum við þakklát fyrir að fá að setjast í í skottið á bílnum þeirra. Ekki það að það væri eitthvað illa um okkur í smárútunni. Við hefðum bara þurft að bíða eftir að hún yfir fylltist en hún var þegar full og bílstjórinn var hugsanlega einhverstaðar á milli létt ölvaður og ofurölvaður.

Við fengum sem sagt far alla leið upp að hliði með þessum læknahjónum sem eru að vinna á spítalanum í Blantyre. Við hliðið beið okkur síðan enn og aftur hópur karlmanna sem viltu að þessu sinni ekki keyra okkur neitt. Heldur vildu þeir ganga með okkur upp á fjall. Við ákváðum þess vegna að taka ábendingum læknahjónana og mæla okkur mót við fyrrverandi leiðsögumanninn þeirra. Það einfaldaði mikið málin og við gátum gengið nokkuð auðveldlega að höfuðstöðvum fjallsins.

Eftir að hafa komið okkur fyrir á tjaldsvæði, gengið frá málunum við Lusius leiðsögumanninn minn fórum við í verslunarleiðangur með honum á markaðinn. Við keyptum hvítt brauð og vatn og síðan fengum við okkur franskar. Það var nokkuð ljóst að það höfðu ekki margir ferðamenn gert þetta og þeir voru allir frekar kjánalegir. Að lokum var síðan komið að því að lesa og spila Bananagram á gististaðnum okkar sem minnti mest á heimili afa og ömmu. Við vorum mjög þakklátar fyrir þessa mjög svo notalegu stofu þegar stormurinn kom yfir. Það rigndi og rigndi og við drógum það eins lengi og við gátum fara inni tjöldin okkar. Að lokum ákvað ég að leggja afstað en  var fljót að komast að því að tjaldið mitt sem kostaði ekkert í dýrasta landi í heimi þolir ekki rigningu. Ég fjárfesti því í rándýri gistingu inni þannig að ég færi ekki með allt blautt og lítið sofin upp á fjall snemma morguninn eftir. Gistingin kostaði mig rétt 2900 krónur og tjaldið var skilið eftir.

Morguninn eftir var komið að því að ganga upp á Mulanje við Mist lögðum af stað með sitt hvoran leiðsögumanninn. Tvo bræður, ég fékk þann eldri og reyndar og Mist þann yngri og greindari. Fljótlega skyldu síðan leiðir þar sem ég stefndi á toppinn og 3 daga göngu. Mist stefndi aftur á móti á dagsgöngu og síðan aftur í bæinn.

Ég ætla ekkert að fara nákvæmlega í gönguna. Svæðið var virkilega fallegt. Ég fékk því miður ekki nógu gott veður til að fara upp á hæðsta tind þar sem það var blautt og hvasst. En ég naut mín í botn. Ég var báðar næturnar ein í skálanum og það var rosalega gott að vera ein með sjálfri sér í smá stund. Að sjálfsögðu smá erfitt líka en það er einmitt þess vegna sem það er svo gott fyrir mann. Ég talaði að sjálfsögðu líka aðeins við leiðsögumanninn minn og ég var mjög ánægð með að hafa valið hann. Bæði var hann faglegur og hélt ákveðinni fjarlægð og síðan verður að segjast að þetta var góður, skynsamur ungur maður með mikið á herðunum. Fyrir ári síðan létust foreldrar hans í bílslysi og núna eru hann að vinna til að styðja systkinin sín þrjú til náms. Sá sem var að ganga með Mist stefnir á að vera læknir og hollensku hjónin eru að styðja við bakið á honum í Blantyre. Við ræddum síðan að sjálfsögðu hjónaband og sambönd kynjanna. Það er náttúrulega bara fasturliður eins og venjulega. Síðan ræddum við smá stjórnmál og starfs leiðsögumannsins. Ég hefði örugglega getað þvælst um þarna án leiðsögumanns ef ég hefði verið þrjósk. Mér fannst aftur á móti í fínu lagi að borga þessum unga manni 25 dollara á dag til að ganga með mér. Hann kenndi mér líka að spila Bawo og ég vann í lokinn. En mestum tíma eyddi ég með sjálfri mér hugsunum, ekki hugsunum og bókinni um vondu karlana í heiminum.

Ég gæti vel hugsað mér að koma aftur í júlí og fara í margra daga göngu á þessu svæði. Þetta er mjög fallegur fjallgarður sem minnti stundum á Ísland og það var ótrúlega gaman að sjá þessar miklu andstæðu frá Malaví vatni.

Þegar ég kom niður af fjallinu vissi ég ekki nákvæmlega hvar Mist ætlaði að setjast að í bænum svo við mældum okkur mót á aðal ferðamannastaðnum Pepper Pizza. Þar beið ég í nokkrar klukkutíma og las bók um hagfræði heimsins (sama bók og um vondu karlana). Ég verð síðan líka að viðurkenna að ég snéri baki við fátæktinni og flúði inn. Það tók á að sitja úti á þessum stað sem selur dýrustu eldbökuðu Pizzuna á 1200 krónur og horfa á lífið á götunni fyrir framan. Að lokum kom Mist og við tókum hvíta ríka ferðamanninn á þetta og fengum okkur bestu pizzu í Malaví. Hún var svo sannarlega góð en það er möguleiki að göngumaturinn hjá mér seinustu daga og skortur af grænmetismat í bænum fyrir Mist hafi haft einhver áhrif á bragðið.

Á meðan ég var í einverunni var Mist líka að njóta þess að vera ein en hún hafði samt fullt af skemmtilegum sögum að segja frá úr bæjarlífinu og fullt af vinum til að kynna mig fyrir. Við vorum sem sagt báðar ánægðar með einka tíman okkur en líka ánægðar að geta spilað Bananagram aftur.

Morguninn eftir var síðan komið að því að fara til Blantyre aftur þar sem ég enda ferðalagið mitt.

11.04.2014 04:05

Það sem einu sinni var athyglisvert er nú sorglega eðlilegt

Í Blantyre hittum við aftur fyrir tilviljun hina vinalegu Pip frá Bretlandi. Hún gerði dvöl okkar í Blantyre skemmtilegri og tilviljunarkenndari. Pip fæddist í Malaví og er nú að leita upplýsingum um dvöl foreldra sinna hér. Með henni hittum við því fullt af fólki sem var ekki hinir hefðbundu ferðmenn sem gleður okkur alltaf. Það sem ég ferðalangurinn mikli reyni alltaf eins og ég get að vera ekki ferðamaður. Við byrjuðum á að hitta mjög áhugaverða konu frá virtu safni í Skotlandi. Hún er að gera rannsókn um textil og hefðbundin pils/sjöl í Malaví. Það var allt saman áhugavert og Sarah gat sko talað en var sem betur fer skemmtileg. Þegar ég segi að einhver geti talað þá er mikið sagt. Allavega við áttum gott spjall með henni og Pip fyrsta daginn okkar í Blantyre og síðan héltum við í smá leiðangur. Eins og áður í þessari ferð hafa borgar stoppin okkar snúist mikið um mat. Nú var það pizza og indverskur sem tók athygli okkar. Þeir hérna í Afríku mega eiga það að þeir eru ekkert hræddir við að prófa nýtt á pizzuna. Það er alveg möguleiki á að ég opni pizzastað þegar ég kem heim. Indverskt er síðan bara alltaf gott. Það sem pizza og indverskt eiga sameiginlegt er að það passar vel fyrir grænmetisætu og kjötætu.

Samfélag hvítra í Malaví
Matur var þó ekki það eina sem við könnuðum við skoðum líka hraðbanka og banka það var samt alveg gegn vilja okkar. Síðan fórum við á safnið í bænum þar sem við þóttum áhugaverðari en sýningargripirnir. Okkar áhugaverðasta upplifun í Blantyre var aftur á mót þegar við fórum í félagsheimilið í íþróttaklúbbnum og tókum þátt í spurningarkeppni til styrkar nátturuverndarsvæði. Við vorum í liði með Pip, Söru og Brain rúmlega sjötugum breta sem hefur búið mest alla ævi sína í Malaví. Spurningakeppninni má lýsa svoleiðis að hún var alltof löng og bresk en okkur Mist tókst samt að klúðra spurningunni um Goðafræðina. Við keyptum líka happadrætti miða og eftir að hafa ekki fengið grillveisluna vinninginn gladdi það okkur mjög mikið þegar Pip tókst að draga sjálfan sig og vinna kaffivél. Hún varð frekar vandræðalega enda hefur hún ekkert með kaffivél að gera. Hún af þakkaði kaffivélina. Við Mist hefðum báðar þegið hana og gefið einhverjum á götunni hana sem gæti seld hana. Því líkt og Pip þá hafa lang flestir hérna í þessu landi ekki efni á því að eiga kaffivél.

Það var aftur á móti stemningin í þesu litla samfélaga sem við vorum komnar inní sem var áhugaverðast. Þarna sáttum við í sal sem minnti mest á lítið félagsheimili á Íslandi. Stemningin var svolítið eins og í litli þorpi á Íslandi. Samfélag hvítra í Malaví er mikið minna en í Suður Afríku og Namibíu. Saga hvítra í Malaví er einnig mun jákvæðari en í hinum löndunum og er Livingstone mjög hátt metin hér. Það er samt augljóslega mikill menningar munur á þessum tveimur hópum og blöndunin eftir því. Það var því skemmtilega íslensk smá þorpa stemning þetta kvöld í stærstu borg Malaví.


Malaví - Botswana
Stefnan var tekin á að fara í banka daginn eftir og síðan beint til fjalla. Pip kom aftur á móti með gagntilboð um að fara á landsleik U20 ára liðs Malaví og Botswana. Við ákváðum því að fara á leikinn og síðan beint eftir hann til fjalla. Leikurinn var með hærri gæði en við bjuggumst við en það var svo sem um gjörðin og stemningin sem við vorum að sækjast eftir. Pip var hálfgerður byrjandi í fótbolta áhorfi. Við uppfærðum hana af kostum og göllum fótboltans á meðan við horfðum á liðin gera jafntefli og áhorfendur gleyma áhyggjum dagsins í 90 mínútum. Ódýrustu sætin á leikinn kostuðu 57 krónur. Það kemur því kannski einhverjum á óvart að samt sem aður stóð fullt af fólki upp á veggjum og hékk utan á staurum fyrir utan leikfanginn. Því miður er þetta hætt að koma mér á óvart. Við borguðum 285 krónur til að vera hulinn frá sól og rigningu. Hefum getað borgað tvöfalt meira til að vera Virkilega mikil manneskjur.


Bónorð í yfir fullri smárútu
Það er heldur ekki beint jákvætt þegar það er hætt að koma þér á óvart þegar glugginn á smárútunni sem þú situr í dettur af í heilulagi. Það kippir sér síðan enginn upp við það þegar bílstjórinn fer út og nær í gluggan og setur hann í fangið á faraþega og heldur síðan áfram eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta gerðist á leiðinni til Mulanje. Á meðan þessu stóð á hlustaði Mist á tónlist með nýjasta vonarbiðli hennar. Hann sagðist vilja vera kærasti hennar. Mist sagðist eiga kærasta en hann vildi samt fá hana til baka og þá ætti hún að koma með Ipod fyrir hann. Mist sagði að það væri ólíklegt og hann sagðist vilja giftast hvítri konu. Hún spurði hvað væri að malavískum konum. Hann sagði að þær vildu bara pening og við Mist gátum ekki annað brosaði yfir þessu svari í ljósi þess að hann hefði eftir mjög stutt kynni beðið hana um að kaupa grip sem kostar svo mikið að hvít kona eins og Mist leyfi sér ekki að kaupa. Það er kannski líka vert að taka fram að maðurinn var smá fullur. Þó alls ekki ofuölvi en þó  með bjór í hönd. Það er önnur sorglega staðreynd að ölvunin er einnig hætt að vera athugaverð í okkar augum. Svo lengi sem bílstjórinn er ekki ofurölvi þá er þetta í lagi.

Á meðan Mist átti nánastund með nýjasta vonabiðlinum hugsaði ég hvað færi vel um mig í þessari smárútu. Ég gat svo sem ekki hreyft fæturnar og bakpokarnir okkar lágu ofan á okkur en sætið var nokkuð þægilegt og ég gat aukið rýmið með því að hafa hendina úti. Ég hlustaði síðan á enn eitt samtalið um sambönd og giftingar og áttaði mig á að Mist var búin að fá miklu fleiri bónorð en ég.

05.04.2014 03:32

Stuð á yfirfullum pallbílum og smárútum á leið til borgar

Eitt blogg í viðbót og síðan ætla ég í 5 daga tölvu pásu.

Morguninn eftir kayak ferðina vöknuðum með þau plön að leggja af stað til Blantyre. Klukkan 8:30 fengum við svo þau svör að við þyrftum eiginlega að fara núna ef við ætluðum að fá far. Ég reyndar vakna alltaf milli 6-7 núna svo ég var búin að pakka og Mist pakkaði á methraða og 10 mín seinna vorum við komnar aftan á pallbíl.

Þurftum að sjálfsögðu fyrst að keyra um bæinn aðeins og þar sem þetta var morgun ferð þá voru mun meiri farþegar á bílnum en seinast þegar við fengum far með pallbíl. Ég sat því á kantinum á hólóttum veginum og var fegin þegar við komumst á malbikið. Fljótlega vorum við komin að gatnamótunum þar sem við þurftum að skipta um bíl. Það tók ekki langan tíma að hoppa yfir á næsta bíl sem var með aðeins fleiri farþega og við brunuðum af stað. Það bættist síðan smá saman á pallinn og bensínið minnkaði og kraftur í takt við það. Á tímabili var bílinn orðin það fullur að ég þorði ekki annað en að halla mér þétt að Mist til að detta ekki út úr. Þetta líklega okkar nánasta stund hingað til. Loksins ákvað síðan bílinn að segja hingað og ekki lengri og gafst upp. Þá var bætt við 5 lítrum af bensíni, enginn ástaða til að vera fylla hann. Síðan voru margar aðferðir reyndar til að ræsa hann aftur. Þetta passaði reyndar allt saman vel þar sem við þurftum líka að stopp og hleypa forsetanum framhjá. Hún kom síðan á fínum svörtum bíl í fylgd með fjölda bíla og tveimur rútum. Ég verð nú að segja að hún var nú ekkert að leggja mikinn metnað í veifið sitt inní bílnum. 40 mínútum seinna voru síðan karlkynsfarþegar á pallbílnum búnir að ná að ýta honum í gang og kominn tími til að halda áfram. Við komumst rétt svo alla leið á næsta stop eftir að svona 10 manneskjur höfðu bæst eftir að bílinn var yfirfullur í okkar skilningi.

Veðurbarðar og kramdar í liðamótunum hoppuðum við strax upp í næsta bíl sem átti að taka okkur til Blantyre. Það var smárúta og vorum við hvítu konurnar settar aftast með tveimur ungum drengjum. Við fengum eitt sæti hver á meðan hann endurraðaði reglulega í sætunum fyrir framan okkur. Það voru sæti fyrir 16 í þessari  bíl en þegar mest var voru 26 manns plús farangur í bílnum. Það fór kannski ágætlega um okkur þarna aftast en plásið fyrir fæturnar var nú ekki mikið og við gátum lítið hreyft okkur. Við gátum aftur á móti keypt okkur eina samosu hvor í hádegismat í gegn um gluggann.

Líkt og í Asíu þá verður maður að gefa heimamönnum virðingu fyrir þolinmæði og umburðalyndi. Þarna var til dæmis ungkona með þrjá litla krakka sem hún borgaði ekki fullt ferð fyrir og þau fengu því ekki sæti. Sá sem stjórnaði því sæta röðuninni bætti því við einum farþega undir þriggja ára stelpu sem hann sat með í þrjá tíma. Svipaðar aðstæður komum upp á pallbílnum í lokinn þá var einu barni bara lyft í miðjuna til einhvers annars sem passaði barnið á meðan mamman sá um annað barn. Hún þurfti síðan að stöðva bílinn og kalla eftir barninu þegar hún hoppaði af stuttu seinna. Það líka nauðsynlegt að taka fram að það heyrðist varla í börnunum allan þenna tíma.

Að lokum komum við til Blantyre en ekki fyrr en ég var búin að fara út um gluggan og missa jafnvægið og detta næstum fyrir bíl þegar við þurftum að skipta um bíl í fjórða sinn.

Blantyre er stærsta borgin og miðpunktur viðskiptalífs  Malawi. Í fljótubragði ber hún enginn merki þess að vera borg né miðpunktur viðskiptalífs. Hún er með fullt af bönkum og hraðbanka á hverju horni. Þeir eru reyndar fyrst og fremst fyrir heimfólk. Okkar helsta markmið í Blantyre var að taka út peninga fyrir næsta hluta ferðarinnar. Við þurftum að gera það í allavega þremur færslum til að eiga nóg eða um 30.000 krónur. Í fáum orðum má segja að þetta hafi ekki gengið vel. Sitt hvort hraðbankinn frá standarbank sveik okkur um peninginn þannig að við þurftum að vera einum degi lengur til að vera vissar um að við myndum ekki tapa peningnum. Við gátum þó notað tíman vel í Blantyre til að borða öðruvísi mat og kynnast samfélagi hvítra í Malaví. Ein meira um endalaust löngu spurningakeppnina á fjáröflunarsamkomu hvítra í Malaví þegar ég kem til baka úr fjöllunum.

03.04.2014 13:39

Tveggja daga slökun eftir seinasta kvöldið í vitleysunni

Ástfanginn á  mótorhjóli.
Morguninn eftir vorum við ekkert að drífa okkur. Rétt fyrir hádegi pöntuðum við mótorhjól sem áttu að taka okkur yfir hæðina til Cape Maclear. Þegar hjólin voru komin fengum við skilaboð um að við ættum að bíða eftir skipasmíðavinum okkar og fá far með þeim. Við ákváðum að það væri ekkert verra og biðum rólegar þangað til einn þeirra kom og sagði okkur að það gæti verið eitthvað vesen með farið. Þá sögðumst við bíða áfram rólegar til 15:00 og sjá til þá. Rétt fyrir 16:00 fáum við þau skilaboð að bílinn þeirra sé ekki komin og þeir vilja hafa partý fyrir okkur hér í kvöld og borga fyrir okkur auka nótt. Við segjum strax nei og þökkum fyrir okkur í gegn um SMS hjá yfirmanni gistiheimilis okkar.

Þá eru mótorhjól pöntuð aftur. Við ákváðum að bæta við einu þegar við áttuðum okkur á öllum farangrinum okkar. Við áttum náttúrulega einhverja 9 lítra af vatni. Mótorhjólin mættu og það varð strax nokkuð ljóst að þessi ferð yrði ævintýri. Hjólin gátu rétt svo borið ökumennina en nú átti að bæta full vöxnum konum og farangri við og halda upp brekkuna. Hjálmarnir voru settir upp til málamynda. Eina sem við græddum á þessum hjálmum var hugsanlega lús. Einn hjálmurinn var til dæmis vinnuhjálum og annar var greinlega búin að lenda í meiri ævintýrum en góðu hófi gegnir.

Við lögðum því af stað og til að byrja með þeyttumst við um moldarvegina en síðan var komið að brekkunum og það varð ljóst strax á fyrstu 10% halla hæðinni að þetta yrði erfitt. Eftir mjög erfiða ferð upp brekkurnar gafst hjólið hennar Mistar upp og við þurftum að koma okkur fyrir með farangur á tveimur hjólum. Það slapp svo sem restina af leiðinni. Ég varð bara ennþá nánari ökumanni mínum. Það sem var verra að Mist var búin að fá bónorð frá sínum ökumanni sem heimtaði að hún héldi utan um hann alla leiðina. Þetta var víst ást við fyrstu sín jafnvel þó Mist ætti "kærasta" á Íslandi. Hún grét því þegar hún þurfti að skilja hann eftir aleinan með hjólið.

 

Reynt að spila Bananagram í friði á Cape Maclear
Rétt fyrir myrkur komum við svo á Fat Monkey, flott gistiheimili með tjaldsvæði, snyrtilegum klósettum, strönd og interneti allt sem við þurftum á einum stað. Við vorum fljótar að koma okkur í sturtu, ég að sjálfsögðu á undan og síðan kom Mist stuttu seinna með óvæntar en ekki svo óvæntar fréttir. Hún hafði víst séð unga Suður Afrísku skipasmíðamanninn taka selfie af sér á ströndinni. Við vorum ekkert rosalega spenntar að vita hvort fleiri væru á svæðinu því okkur langaði svolítið í rólegt kvöld yfir Bananagram.

Við komumst svo að því að þetta voru einungis ungi og gamli suður Afríkubúarnir sem ákváðu óvænt að koma hingað með einhverjum kráareigandi frá Monkey Bay og komast smá í burtu frá vinnufélögunum. Það fór reyndar að renna á þá tvær grímur þegar bílstjórinn þeirra var orðin ofurölvi og gat ekki komið upp einni setningu. Þeir af þökkuðu því farið til baka og voru orðnir fastir hér. Þeir voru því alveg ágætlega þakklátir þegar Filippseyingarnir birtust óvænt stuttu seinna ásamt tveimur nýjum skipasmíðadrengjum frá Indalandi og Banglades. Já kvöldið varð ekki svo rólegt þrátt fyrir allt. Við Mist vorum þó sammála að ólíkt vinum okkar þá kunnum við að enda á toppnum. Jafnvel þó að kvöldið hafi verið nokkuð skemmtilegt og áhugavert þá var þetta einu kvöldi of mikið.

Það er best að lýsa þessu kvöldi eftirfarandi. Fullt af fullu allra þjóða kvikindum. Danskeppni milli Indverska Bieber og Suður Afrískum Chris Brown, Bieber vann. Lifandi eðlur borðar af hollenskum ungmennum undir hvatningu miðaldra dana, eðlunum var seinna ælt í heili lagi. Barátta Danmerkur og Filippseyja yfir íslensku konunni sem gaf aldrei í skin að hún væri eitthvað til að berjast um. Þessi fylgdi ógeðslega fordómafullar athugasemdir frá Danmörku um tippi Asíubúana og Filippískur maður að springa úr reiði jafnvel þó hann hefði ekki heyrt neitt fordómafullu athugasemdunum. Það var líka næstum því farið í flöskustút sem við Mist komum í veg fyrir. Við vorum samt smá forvitnar að vita hvernig svona fjölþjóða flöskustútur með fólki á öllum aldri myndi þróast. Að lokum kvöddum við vini okkar og nokkuð vissar í þetta skipti að þessu væri lokið. Við skelltum okkur síðan á næsta bar í smá stund þar sem ungir skakkir heimamenn kenndum mér Malavískt Bawo.

   

Cape Macclear notið í botn
Þar með lauk vitleysunni og við tók rólegra og einfaldar líf. Við gerðum mest lítið fyrsta daginn okkar á Cape Maclear. Daginn eftir var síðan kominn tími til að fara út af vel girtu lúxus tjaldstæðinu okkar og skoða bæinn smá. Hann var eins og við var að búast mjög fátækur en rólegri en ég hélt miðað við mikinn ferðamannabæ. Við spjölluðum við fullt af mönnum, konurnar halda áfram að fela sig. Við sáum líka menn baða sig alls nakta á meðan konurnar böðuð sig faldar undir sjali. Ég er svo sannarlega þakklátt fyrir að vera fædd á Íslandi. Ekki einungis vegna þess að það er jafnræði í bað venjum heldur vegna þess að hlutverk konunar er mun meira metið í mínum fæðinga landi og það er svo sannarlega ekki sjálfgefið.

Seinasta daginn okkar á Cape Maclear var komið að því að fara út á Malavívatn. Við leigðum okkur einn kayak og héltum í átt að nærstu eyjunni sem bauð upp á einangrun, kyrrð og tært vatn með fullt af lífi. Við eyddum því nokkrum klukkutímum í að sigla, brenna, snorkla og búa til tónlistarmyndbönd. Við vorum síðan uppgefnar um kvöldið og skriðum snemma inní tjald eftir eitt Bananagram.

01.04.2014 15:28

Hraðbanka leysið og allt fljótandi í bjór og skipasmíðamönnum

Þegar við vöknuðum morguninn eftir voru við ekki enn sannfærðar um að fariðokkar myndi koma. Hann sagðist ætla að kl. 9:00 við ætluðum gefa honum til 9:30 en drengurinn mætti kl. 8:30 og hann og félagi hans þurftu að bíða eftir okkur. Við lögðum því af stað klukkan 9:00 en að sjálfsögðu þurftum við að stoppa á nokkrum stöðum fyrst. Við vorum svo sem ekkert á hraðferð og á meðan við biðum spjallaði Mist í dá góða stund við menn sem voru klæddir í appelsinugul jakka fötu með stórum myndum af Joyce Banda forseta. Þessir menn voru frambjóðandi og stuðningsmenn hennar. Ég legg til að stjórnmálaflokkar heima geri það sama.

Lokum yfir gáfum við Lilongwe og við tók líflegt, þægilegt og fallegt ferðalag um þjóðvegi og Malaví. Við stoppuðum einu sinni til að bílstjórinn og vinurinn gætu fengið sér þynnku mat. Heima hefði þetta stop líklega verð sveittur hamborgari og franskar á N1. Hér stoppuðum við fjölskyldureknum básum sem seldu steikta kartöflubáta og steikt geitakjöt. Við Mist létum okkur nægja kartöflubátar og smökkuðum bara geitina hjá strákunum. Gömul geit steikt í mikilli olíu var bara ekki að kalla á okkur svona snemma dags.

Slakað á Íslendingaslóðum og bjór á færibandi.
Það leið síðan ekki á löngu að við kæmum til Monkey Bay og höfðum við samþykkt að skoða annað gistiheimili en Lonley planet hafði mælt með. Ferðafélagar okkar vissu greinlega alveg hvað við vildum. Okkar beið strákofi á ströndinni með heila vík til að synda í. Það sem var best að þarna var enginn annar. Nú átti sko að slaka á og við þökkuðum fyrir okkur og kvöddum drengina.

Okkur tókst að slaka á daginn eftir. Við gerum lítið annað fyrri part dags en að synda á milli kletta og liggja í sólbaði milli þess sem við lásum og hlustuðum á bækur og tónlist. Eftir hádegi fórum við síðan í smá göngu um Monkey Bay með það að markmiði að gera aðra tilraun til að taka út pening. Í gær var það ekki hægt vegna rafmagnsleysi og nú var það ekki hægt vegna peningaleysi og við gerðum plön um að fara 55 km í næsta bæ til að taka út pening daginn eftir.

Eftir þetta hittum við mann á göngu sem fór með okkur á slóðir íslendinga í Monkey Bay. Þróunarsamvinnustofnun Íslands var lengi verið með aðsetur hér og Hjördís systir, Eva vinkona og Magga vinkona þeirra úr læknisfræðinni voru einmitt hér í nokkrar vikur fyrir nokkrum árum. Við hittum konuna sem býr í húsinu sem þróunarsamvinnustofnun á hér. Eftir að skrifstofan flutti í næsta bæ leiga þeir húsnæðið ódýrt til kennara á svæðinu. Svona fljót á litið virðast íslendingar hafa skilið eftir jákvæða ímynd eftir dvöl sína hér. Við hittum til dæmis einn af Rasta strákunum sem birtast mjög fljót á götum bæjarins þegar nýtt hvítt kjöt eins og við mætum á svæðið. Þeir vilja selja manna allt en um leið og þessi heyrði að við værum frá Íslandi þá breytist hann og bakkaði í sölustælum. Hann lét okkur í friði eftir þetta.

Eftir athyglisverða göngu yfir á hitt bakpoka gistiheimilið Í fylgd með fólki á öllum aldri og kyni. Við fundum gistiheimilið, notið netið og sannfærðumst um að við völdum rétt. Síðan gengum við í hópi krakka út úr þorpinu og aftur heim þar sem vinir okkar frá því í gær biðu okkur. Þeir fengu aftur á móti ekki mikla athygli þetta kvöldið því á meðan ég gerði æfingar og fór í sturtu var Mist rænd af hópi manna með bjór á færibandi. Ég var síðan kynnt fyrir þessum hópi af skipasmíðamönnum frá Filippseyjum og Suður Afríku. Við sluppum í pínu stund frá til að borða og síðan tók við drykkjan. Ég þurfti alveg að berjast við að drekka ekki bjórinn. Að lokum endaði þetta skemmtilega kvöld með því að þeir sögðu sjáumst á morgun og þá komum við með vatn.

 

Harðbanka leiðangur mikli og annar í skipasmíðamannagleði. 

Upp úr hádegi morguninn eftir var haldið í hraðbanka leiðangur. Við gengum í bæinn og fengum fljótlega far með pallbíl fullum af avókadó. Að sjálfsögðu þurfti að koma við á einum stað. Það var bær um 20 km frá aðalveginum. Ég er oftast til í ævintýri en í þetta skipti hefði ég alveg viljað komast á leiðrenda strax. Heimsóknin í bæinn með götur ekki nógu breiðar fyrir tvö bíla var að sjálfsögðu áhugaverð. Það þurfti að ýta bílnum í gang til að færa hann og á meðan Mist lék við börnin var ég smá pirruð að fylgjast með avókató viðskiptunum sem enduðu því miður verr fyrir strákana okkar á bílnum. Eftir það var komið að því að setjast á tóman pallinn og keyra af stað og á meðan var spjalla við drengina, teknar myndir af þeim, leyft þeim að taka myndir af okkur og láta þá bæta okkur við á Facebookinu. Við urðum síðan næstum bensínlaus en við gátum gefið þeim pening fyrir bensínu. Síðan bætist á bílinn og við komum að lokum til bæjarins sem átti að hafa hraðbanka sem tæki útlend kort. Við gengum um bæinn spyrjandi um Standardbank sem við fundum að lokum.

Það verður að segjast að það er mjög erfitt að eyða pening í Malaví. Ekki nóg með að hraðbankar fyrir útlendingar eru ekki á hverju horni þá leyfa þessir bankar manni aldrei að taka meira út en 40.000 mk sem eru ekki nema um 11000 íslenskar krónur. Mist gat náð út 80.000 og ég 40.000 við urðum að láta það nægja næstu daga.

Þá þurftum við bara að gera eitt áður en við fórum og það var að finna vatn. Ég var búin að drekka fáranlega lítið vatn miðað við að hafa synd, gert æfingar og setið í sólinni í marga klukkutíma. Vatnskortinn gat ég lagað fljót en sólvarnarleysið átti eftir að vera vandamál.

Við komum til baka rétt fyrir myrkur keyptum okkur 5 l af vatni en þá birtust skipasmíðavinir okkar með aðra 4 lítra af vatni. Við vissum því að í kvöld yrði heldur ekkert Bananagram spilað og farið snemma í háttinn.

Vitleysan þetta kvöld jókst í takt við aukið magn af áfengisleysi. Skemmtilegi filippseyingurinn frá því í gær varð fullur og ófær um samskipti eftir 10 mínútur. Mist var þá að vona að rasta strákurinn sem birtist allt í einu myndi létta henni lundina. Hann var aftur á móti vel fullur og skakkur og kom ekki neitt viturlegt út úr honum. Við skemmtun okkur þó yfir því að taka myndir af og grínast með Malavíu Gullið sem hann kom með. Við létum þó vera að rekja það. Mist náði síðan að losa sig úr þessari samloku og steig nokkur danspor með kurteista Pilippseyingum og ég náði mjög góðum trúlofunar myndum af þeim tveimur. Aftur á móti gaf hann mér armandið sitt. Mitt kvöld var heldur rólegra á spjalli eða daðri við yngri Suður Afríku búan. Sumir vilja nefnilega meina að það sér svolítið óskýr línan á milli daður og vinalegs spjalls. Þessi lína verður síðan líklega aðeins óskýrari þegar þú ert íslendingur í Malaví innan um karlmenn frá allt öðrum hluta heimsins. Það skiptir engu máli þó andlitið á þér sé eins og tómatur með hvít sólgleraugu sem myndir kvöldsins sína.

Jæja nóg um það þessi hópur fær þó plús fyrir að vera einn kurteisasti og vinalegasti hópur karlmanna sem vinna og búa saman í marga mánuði. Ég hef alveg hitt svona hópa sem eru ögn meira pirrandi og dónalegir. Að lokum var komið að því að henda þetta kvöld og eftir að nokkrir djókar voru teknir um að gista í herberginu okkar fórum við einar að sofa í rúminu okkar. Við ánægðar með kvöldið en jafnframt ánægðar með að halda okkur við þau plön að flytja okkur yfir hæðina daginn eftir þrátt fyrir miklar beiðnir nýju vina okkar að vera lengur.

 

31.03.2014 10:30

Fyrrverandi forvarnarfulltrúinn á tóbaksuppboði og daðrandi á bar

Malaví og Malavíubúar tóku á móti okkur með sól og blíðu. Malavískir hraðbankar gerður það aftur á móti ekki.

Ferðin yfir landamærin var óvenju róleg. Við tókum leigubíl að landamærunum og síðan gerðum við mikla leit af vatni til að kaupa fyrir seinustu sambísku peningana okkar. Að lokum fundum við vatn og djúpsteikt brauð. Eftirlitið á landamærunum var ekki mikið og við hefðum örugglega getað gengið án þess að fá stimpil og enginn hefði tekið eftir því. Það voru svo að sjálfsögðu fullt af mönnum sem vildu keyra okkur og buðu okkur hin og þessi verð. Að lokum settumst við upp í bíl fyrir 500 mk hvor en vissum ekki alveg gengið. Seinna komust við að því að við borguðum 143 krónur fyrir þessa 15 mín ferð hvor. Eins og venjulega var ég ekkert að stressa mig á að vera ekki að redda mér nýjum gjaldmiðli. Í þetta skipti kom það sér aftur á móti mjög vel að ferðafélagar mínir frá Botswana höfðu gefið mér afganga af Malavískum peningum. Eins og venjulega voru hraðbankar í næsta bæ en enginn þeirra vildi sjá kortin okkar en við gátum skipt einhverjum neyðardollurum og keypt okkur far með yfir fullri smárútu til Lilongwe.

Í eitt skiptið sem ég hoppaði út til að hleypa einhverjum út úr smárútunni þegar við vorum komnar til Lilongwe hoppaði ég næstum því að konu sem við hittum á gistiheimilinu í Lusaka. Hún benti okkur á farfuglaheimilið sitt og við fengum 8 manna dorm fyrir okkur. Síðan var kíkt í supermarkað og fengið sér mexikóskan mat áður en var gerð mikla leit að skaffmiða sem átti að gefa okkur aðgang interneti. Við vorum að gefast upp þegar Mist ákvað að kíkja á eitt af fínu hótelinum. Þau klikka sjaldan þessi fínu hótel.  

Lilongwe er ekki eins og höfuðborg meira eins og stór bær. Það verður að segja að við skoðum ekki mikið af borginni. Við vorum búnar að ganga talsvert um hábjartan í bæum og borgum seinustu daga og vorum orðnar smá þreyttar. Lilongwe er þó mun vinalegri og snyrtilegri en Lusaka. Við vorum tvær nætur í Lilongwe og þau svo við hefðum notuðum mestan tíma á netið náðum við að komst í smá ævintýri og vorum mun félagslyndari en í Lusaka. Við kynntumst hinum þremur gestunum á hostelinu. Seinni daginn fórum við með Pip og Jill að skoða helstu útflutningsvöru Malaví.

Það var reyndar algjör tilviljun Jill hafði heyrt að markaðurinn væri að opna aftur daginn sem við komum og við héldum að hann opnaði ekki fyrr en í Maí. Við fórum því fjórar saman í leigubíl á tóbaks uppboð.

Þegar við komum á upphafstað var alveg fullt af mönnum fyrir utan að bíða eftir einhverju. Við stóðum út úr og berðir fljótir að spotta hvað við vildum og aðstoða okkur. Við vildum fá að sjá uppboðið. Okkur var vísað á skrifstofu og þar var kona sem sagði að við þyrftum að bóka fyrir fram. Hún sá samt auman á okkur og að lokum fór mjög vinalegur maður með okkur inn í salinn.

Fyrir mér var þetta svolítið eins og maður sér verðbréfasalana í kvikmyndum nema þarna voru ekki tölvur heldur tóbaks punt á stræð við stóran heybagga. Uppboðssalurinn var líklega á stærð við 3 fótboltavelli og síðan var annar stærri geymslu salur þar sem menn komu á fullri ferð með nýjan tóbaksbagga á kerru. Það var alveg fullt af fólki þarna inní og í byrjun virtist ekkert skipulag vera á neinu þarna. Við fengum svo aðeins meiri skiling í þetta allt saman en þó ennþá fullt af fólki sem ég skildi alls ekki hvað það væri að gera. Við stóðum sem sagt þarna og hlustum á menn ganga í röðum og tala mjög hratt, aðra rétta upp hendina og gefa merki, aðra að skrifa niður og síðan enn aðra að taka miðan af þeim sem voru að skrifa niður. Síðan þurftum við að sjálfsögðu að passa okkur að vera ekki fyrir hlaupandi mönnunum með 100 kg af tóbaki.

Að lokum höfðum við fengið allan þann skiling upplýsingar um tóbaksframleiðslu Malaví þennan dag. Nú vissi ég líka að mennirnir fyrir utan voru bændur að bíða eftir skilríki svo þeir gætu selt tóbakið sitt.

Þetta var sem sagt heimsókn forvarnarfulltrúans á tóbaksuppboð en tóbak er langstærsta útflutningisvara Malaví.

Heimleiðin var líka stuð. Þá settumst við frjórrar aftan á sitt hvort hjólið hjá ungum mönnum sem brunuðu af stað með okkur eftir moldarstígunum í gegn um markaði. Að lokum komum við á smárútu stoppið og leiðin lá aftur til Lilongwe þar sem ég, Pip og Mist horfðum dolfallnar á kurteisa myndalega manninn sem Pip spjallaði við.

Stefnan var sett á að yfirgefa Lilongwe mjög snemma daginn eftir til að koma í veg fyrir að bíða á rútustöðu aftur heilan dag. Ég var því bara komin í náttföt um 20:00 og tilbúin að fara snemma að sofa eftir smá lestur og internet. Þá kom Pip með þá hugmynd að fara á bar með lifandi tónlist. Eftir að Mist kláraði heimanámið ákvað ég að skella mér í aðra skyrtu en samt eiginlega ennþá í náttfötunum. Við komum á barinn og hlustuðum á hina og þessa menn og eina asíska konur syngja. Þetta var bar með einhverjum heimamönnum innan um mjög mikið af hjálparstarfsmönnum og sjálfboðaliðum. Það var síðan einn heimamaður sem bræddi mig alveg með röddinni sinni. Ég heillaði hann síðan með hárinu og þrátt fyrir að hafa ekki viljað dansa spjölluðu við smá. Ég er að segja að þessi drengur hefði alveg getað kryddað smá upp á íslenski tónlistarlíf. Að lokum kvaddi ég hann en þá var Mist ný búin að hitta annan heimamann sem var á sömu leið og við daginn eftir. Við ákváðum að fá far með honum daginn eftir svona til að við þyrftum ekki að vakna klukkan 5:00. Hann keyrði okkur þrjár heim um 01:00. Ég var ánægðust með hvað honum var varkár ölvaður bílstjóri. Stóra spurning var aftur á móti mundi hann muna eftir okkur daginn eftir.

30.03.2014 13:58

Fangaklefinn, sunnudagsmessan og myndarlegri menn

Ég sagði að það kæmi smá hlé. Internet aðgangur í Malaví er bara eins og að búast við í einu fátækasta ríki heims. Ekki í forgangi. Aftur á móti eins og annarstaðar á þessu ferðalagi eru fleiri og fleiri heimamenn komnir með síma sem gefa þeim G3 eða G2 samband. Þannig eignuðumst við Facebookar vin aftan á pallbíl á 90 km hraða. Drengurinn átti varla fyrir bensíni á pallbílinn sem hann var að reka en við komust á Facebook. Sumir mundu segja að þetta væri ekki rétt forgangsröðun en farsímar í þessum hluta heimsins hafa bara allt annað gildi hér en heima. En það er alltaf gott að komast á Facebook.

Nú skulum við fara aftur til Sambíu. Við sem sagt erum þarna frekar þreyttar og myglaðar fyrir utan rútuna í Chipata með fullt að fullum mönnum sem vildu svo innilega hjálpa. Ótrúlegt en satt en í allri óreiðunni náðum við að skilja einhvern sem sagði að það væri Hostel hinum megin við hliðið. Í myrkrinu og gegnum grindverkið sáum við svart ál hlið sem var málað með á eitthvað á líka. Farfuglaheimili rekið af bænum. Ég verð að viðurkenna í myrkrinu þá leitt þetta hlið og staðurinn ekki neitt sannfærandi út. En á móti okkur tók mjög kurteist vörður sem ég ákvað að treysta. Hann sýndi okkur herbergi sem var meira eins og fangaklefi og vorum við Mist sammála um að við ætlum að sofa djúpt ofan í okkar eigin sængurveri. Þeir sem þekkja okkur og hafa ferðast með okkur ættu að vita það þarf að vera nokkuð slæmt til að við nennum að taka um sængurverið. Það var nú öruggulega hreint á rúminu en veggirnir voru svo sannarlega ekki hreinir og myrkið og þreytan var ekki að hjálpa. Við vorum aftur á móti mjög þakklátar með fangaklefan okkar og mjög svo ógeðslega klósettið. Þarna sváfum við þangað til markaðurinn var vakti okkur fljótlega en við lágum og kúrðum í sængurverunum okkar til 9:00. Þá var ég alveg í spreng og langaði mikið að finna gistiheimilið sem við ætlum á upphaflega og pissa. Því mig langaði ekki að sjá klósettin þarna í birtu.

Næsti staður var í mjög fallegur og við komum okkar vel fyrir enda einu gestirnir. Við skelltum okkur síðan í langa göngu um bæinn sem kom skemmtilega á óvart. Það var sunnudagur svo margir voru í spariklæðunum fyrir messuna og stemningin í bænum var mjög notalega. Við spjölluð við fullt af fólki og skoðum tóma markaði. Sunnudagurinn er greinilega tekin fyrir hvíld í þessu landi. Það var fernt sem vakti sérstaklega athygli okkar.

1.      Það var minna um fullt fólk eða þar af segja ofurölvun. Það gæti haft eitthvað með sunnudaginn að gera en ég er samt ekki viss. Stemningin í bænum var bara eitthvað öðruvísi í þessum bæ.

2.      Bærinn var mun snyrtilegri en Lusaka. Það er að vissuleiti skiljanlegt að borgin sé skítugri en hún var eiginlega líka snyrtilegri en Livingstone sem er ekki eðlilegt þar sem Livingstone er við helstu ferðamannaperlu Suður hluta Afríku.

3.      Fleira hvítt fólk. Greinilegt að þarna voru talsvert að hjálparsamtökum.

4.      Hátt hlutfall af mjög myndarlegum mönnum. Svona rétt við landamæri Malaví var ég spennt að sjá hvað biði í Malaví.


Sambía

Í Sambíu var ég bara í viku og því erfitt að mynda sér skoðun. Ég vissi að ríkstjórnin væri mjög spillt og stéttar skiptingin er nokkuð augljós. Þú sérð peningana en í stórum verslunarmiðstöðum og fáranlega háu gengi en þú sérð ekki marga sem hafa efni á þessu. Sambía var er eiginlega bara eitt stórt spurningamerki fyrir mér ennþá.

Það virðast allir vera að sölumenn og það sorglega að þeir eru allir að selja það sama. Áfengis vandamál er augljóst sem er í mikill anstöðu við allan þennan kristniboðskap. Eins og ég var búin að segja þá varð ég mjög reið að fara inní skólavörubúðina og lesa bækurnar sem kenndar eru. Ég ætla að ganga svo langt að segja að þetta stórhættulega menntun sem fer í gegn um þessar bækur. Ein bókin fjallaði til dæmis um eyðni. Hún sagði einfaldlega það að maður ætti að vera góður við þá sem eru með eyðni en hún fjallaði ekkert um hvernig maður á að koma í veg fyrir smit. Í sýndarmennska ríkstjórnarinnar sést vel og hún felur sig á bak við Guð. Aftur á móti áttum við góðan tíma með heimamönnum sem jafnvel þó þeir væru margir fullir þá vildu flestir mikið hjálpa. Þeir voru nú samt fyrst og fremst karlmenn og hittum fáar Sambískar konur.

 

Næst er það Malaví sem hefur hingað til boðið upp á tilviljunarkennt og skemmtilegt ferðalag.

25.03.2014 17:38

Sjö og hálfur tími í kyrrstaðri rútu með vélina í gangi á rútustöð

Nú kemur sá pistill sem margir hugsa hvernig í anskotanum nennir hún þessu eiginlega.

Við vöknuðum upp úr 700 til að hlaða síma fyrir 7-10 tíma rútuferðina sem við vorum að fara í. Síðan var nestað sig upp í Pick n Pay og upp úr 930 haldið á rútustöðin og rútan átti að leggja af stað kl. 10:00. Klukkan 1400 var nestið búið en við kannski búin að  keyra 2 metra. Við héltum að rútan ætti að fara kl. 10:00 síðan mundum við að kallinn frá því í gær sagði 1030. Rétt eftir 1030 fór ég og spurði hvenær rútan færi hann sagði 10:30 og ég sagði sem sagt núna og fór aftur í rútuna. Síðan var klukkan orðin 11 og ég fór aftur út og spurði og þá sagði einhver annar núna. Þeir héltu okkur þó reglulega vongóðum með því að færa rútuna meter og meter. Um 12:00 fór ég að spyrjast meira fyrir og fann einhvern sem var ekki eins drukkin. Hann sagði mér sannleikann að við færum ekki fyrr en rútan færi full sem væri líklega ekki fyrr en um 16:00. Þá fóru miklar bælingar og samningarviðræður í gang við þannbsem seldi okkur miðan. Hann bað um auka klukkutíma þegar við báðum um endurgreiðslu og svo aftur um auka klukkutíma. Upp úr 14:00 ákváðum við að við værum ekkert betur sett með að biðja um endurgreiðslu og játuðum okkur sigraðar og byrjuðum að hlæja að þessu. Þessir 7 og hálfur tími í rútunni voru furðu fljótur að líða. Mist horfði á og myndaði í laumi lífið á lestarstöðunni sem var mjög svo fjörugt. Ég las bókina mín um vandamál Afríku milli þess sem ég loftaði og hreyfði mig í óreiðinni á rútustöðunni  sem virtist vera bara með eina algilda reglu. Þú mátt alls ekki ekki reykja inná rútustöðunni. Þú mátt samt enda ruslu út um gluggan, ljúga að fólki, ýta við fólki og margt fleira en ekki reykja. Við áttuðum okkur á því að líklega var það vegna alls eldsneytisins á svæðinu. En miðað við hversu alvarlega allir tóku þessa reglu hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir. Eina sem okkur fannst leiðinlegt er að við fundum þennan geðveikt góða ísstað daginn áður. Við hefðum alveg viljað skjótast aftur á hann hefðum við einhvern tíman fengið almennilega svör um hvenær við færum. En það var lúxus vandamál svo við nutum bara rútunnar og borðum nestið okkar.


Klukkan 17:30 löguðum við svo af stað og þeir náðu kaldhæðninni minni þegar ég bað þá um að bíða í svona tvö tíma í viðbót.  Kaldhæðni okkar Mistar hefur verið oftar en ekki valdið smá misskilningi í þessari ferð en við höldum áfram að nota hann. Við áttum okkur von um að þurfa ekki að stoppa oft á leiðinni þar sem klukkan var orðin margt og fáir á ferð á laugardegi. Það reyndist næstum rétt við þurftum bara stoppa vegna slysa og vegaframkvæmda. Við vorum því búnar að reikna með að koma milli 2300 - 2400 sem var heldur seint. Klukkan 2200 komust við að því að við vorum aldrei að fara koma fyrr en um 02:30 og við byrjuðum að plana að sitja á einhverri krá og bíða eftir sólarupprás til að finna gististað. Það jákvæða við þetta allt saman var að rútan fylltist aldrei og við fengum nóg af plássi og gátum sofið ágætlega í rútunni. Klukkan um 18 tímum seinna  komum við svo til landamærabæjarins Chipata. Við litum sifjaðar út um gluggan á rútunni þegar við komum á áfangastað vitandi að gististaðurinn sem við ætluðum upphaflega á var mjög langt í burtu. Fyrir utan var partý á börum bæjarins og fullt af fullum leigubílstjórnum sem vildu taka okkur eitthvert. Vandamálið var að við vorum bara ekki alveg vissar um hvert eitthvert var.

25.03.2014 12:47

Blautbolakeppni og druslan á götunum

Blautbolakeppni á fossunum miklu
Fossarnir miklu voru heimsóttir annan daginn í Sambíu en fyrst kíktum við á lestarstöðina en það reyndist litið gagnleg ferð og við fórum í Shoperitte í staðin þar sem Mist missti sig vegna þess að allt í einu var hægt að fá heitan mat án kjöts eða fisk. Fossarnir voru blautir og magnaðir það væri gaman að geta sýnd ykkur myndir en þó ekki að fossinum enda er ekki hægt að taka almennilega mynd af þeirri dýrð. Heldur hefði ég vilja sýna ykkur mynd af blautbolakeppninni sem ég vann með því að vera í appelsínugulum brjóstahaldar undir hvítum hlýrabol. Hann varð gegnsær þegar við byrjuðum að baða okkur í fossinum. Það er því mjöguleiki að ég hafi dregið athygli einhverja frá fossinum um stund.

En aftur að fossinum við ákváðum að fara bara Sambíu megin að fossunum Mist hafði farið hinum megin og ég vildi eiga eitthvað eftir. Samkvæmt Mist þá sér maður meira yfir fossana hinum megin en Sambíu megin gátum við nánast leikið okkur í fossinum. Við byrjuðum að því að fara niður í gljúfrin og sáum vatnið koma á miklum krafti frá fossinum. Síðan fórum við og stóðum svona 5 metra frá fossbrúninni. Að lokum fórum við og böðuðum okkur í úðanum af fossinum og nutum dýrðarinnar á þegar úðinn opnaði fyrir fossinn. Það er alveg rosa mikið að vatni í fossinum á þessum tíma og krafturinn lendi sér ekki. Við nutum fossana í þrjá tíma áður en við fórum aftur heim og eyddum kvöldinu inní herbergi Tinu eins og menntaskólastelpur slúðrandi, á netinu og horfa á lélegt sjónvarpsefni.

Druslan á mörkuðum Lusaka

Eftir miklar bælingar en litla rannsókn ákváðum við að taka rútuna morguninn eftir til Lusaka og taka stöðuna á Sambíu ferðalagi þaðan. Rútuferðin þangað er lítið til að tala um nema bara að sætinu voru lítil, fólkið vinlegt, börnin þæg og loftið sveitt. Það fór síðan ekkert á milli mála að við vorum komin í aðeins stærri og óskipulagðari borg núna. Það voru leigubílstjórar farnir að blikka okkur löngu áður en við stoppuðum á rútustöðinni og þegar við stigum út úr rútunni var enginn friður. Við náðum nú samt að ná í farangurinn okkar og semja um ágætis verð að gistiheimilinu okkar. Við komum okkur fyrir og fórum svo í Pick n Pay í ríkumannaverslunarmiðstöð og komust fljót að því að við nenntum ekki að elda heldur keyptum okkur rándýra faltböku sem var reyndar góð og mín var þriggja laga og dugaði í þrjár máltíðir. Við vorum þarna búnar að átta okkur á að Sambía væri ekki ódýr og gengið var alveg óskiljanlega sterkt. Í Sambíu er 80 % atvinnuleysi og flestir mjög fátækir.


Við enduðum að vera í þrjár nætur í Lusaka sem mörgum fyndist ferkar skrítið þar sem Lusaka virðist fyrst og fremst vera svona stoppi stöð. Borgin hefur ekkert merkilegt að bjóða uppá en það gerði okkur Mist bara meira spenntar. Í tvö daga gengum við um miðbæinn Lusaka sem er eiginlega eins og einn stór markaður. Fyrri dagurinn tók aðeins meira á en sá seinni. Við fegnum mun meiri athygli og það eru hugsanlega þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi virtumst við ganga um fátækari markaði. Í öðru lagi var fólk hugsanlega einhverja hluta vegna drukknara. Í þriðja lagi þá var ég í alltof stuttum stuttbuxum en ég hafði ekki hugmyndum það fyrr en við fórum að spá í því. Allar konurnar voru allaveg hné síðu og eiginlega flestar í alveg síðu. Mist mundi þá eitthvað eftir því að hafa lesið að ber læri hefðu mun meiri áhrif á karla en brjóstaskorur í þessu landi og það væri druslulegt og gleðikonulegt að láta sjást mikið í lærin. Þetta hefur hugsanlega orsakað talsverða auka athygli og fleiri ábendingar á máli heimamanna að við værum hvítar konur. Hér erum við kallaðar hvítar konur síðan fylgir oft eitthvað eftir því sem við skiljum ekki nema að það er yfirleitt eitthvað óviðeigandi því inna milli voru menn skammaðir fyrir ummæli sín.


Skemmtilegustu athugasemdirnar á þessari göngu voru eftirfarandi. Fyrst er líka mikilvægt að taka það fram að í þessum hluta Afríku skiptir það fólk miklu máli að maður heilsi því og svari til baka þegar maður spyrji How are you doing? Á líkt í Asíu þá er fólk yfirleitt ekki að reyna að selja manni eitthvað eða belta af manni þegar það gefur sig að manni.  

Hi Maria you want this
Nafnið María kom reyndar oftar ein einu sinni upp og reiknum við með að hér sé verið að kalla mig Maríu Mey og það sé mikil virðing. Ég veit ekki hvort mér finnst skárra að vera María Mey eða Barbí eins og ég var kölluð í Egyptalandi fyrir um ári síðan.

Nice legs good for football
Ég aldrei reynd að neita því að ég er með fótboltalæri og þakkaði honum bara fallega fyrir.  

You are white I am black and I like white women
Ég þurfti smá að vanta svarið við þessu. Svarið varð sorry but i like personality.

Maðurinn sem vildi selja Mist fegrunar og megrunar undralyf.
Þetta var rosa góð afsökun fyrir hann að tala við hvítakonur og Mist leyfði honum það með því að spyrja hann alveg fullt. Vissuð þið til dæmis að maður þarf að borða eitt kg af ávextum í hverri máltíð.

Það var síðan alveg fullt af fleiru skemmtilegu og langar okkur Mist mest að fara með falda myndavél til að taka upp þessa fáranlegu miklu athygli.


Sumt var síðan ferkar óþægilegt. Til dæmis gera Sambíubúar mikið úr því að taka í hendina á manni og halda í hana á meðan þeir spjalla. Ég hef svo sem almennt ekki mikið á móti því en eins og annarstaðar í heiminum þegar fólk er mjög drukkið þá verða hendur á þeim ekki mjög girnilegar. Þar sem svona 7 af hverjum 10 mönnum á mörkuðum Lusaka voru vel fullir og hendur þeirra ekki alveg þær fyrstu sem þig langar að taka í. Leiðinlegast og vinalegasta sem gerist á þessari göngu gerðist á sömu sekundum. Við gengum inní hóp karlmanna sem fyllti göngustíginn fljótlega spottuðum við nokkra menn sem sýndu töskunni hennar Mist áhuga. Skyndilega þrengdist meira á okkur. Við vorum svo sem aldrei með miklar áhyggjur enda mennirnir það fullir að þeir gætu ekki rænd sofandi mann. Aftur á móti þótti okkur væntum það þegar aðrir menn einnig fullir brugðust við og aðstoðuðu okkur út úr aðstæðunum. Ég segi enn og aftur sem betur fer eru flestir í heiminum heiðarlegir.

Þetta stöðvaði okkur ekki í göngunni en að lokum vorum við komnar með nóg. Það hafði eitthvað að segja að hafði fengið vír af götunni í fótinn þegar ég var að heilsa manni númer 10000. Mig langaði mikið að þrífa litla sárið almennilega þannig að við fundum leið okkar í ríkumanna verslunarmiðstöðina og fórum svo heim að elda lisnubaunir.

Daginn eftir fórum við aftur í smá göngu en í eftir rannsókn ákvað ég að fara í síðbuxum til að sýna menningunni smá virðingu. Ég er nokkuð vissum að það hafi haft töluverð áhrif enda varð þessu ferð mun aflappaðari. Við enduðum svo á að kaupa okkur rútumaður fyrir ferðalag morungdagsins. Um kvöldið gerðum við svo heiðarlega tilraun til að vera félagslyndar þegar við hlustum á söngvara syngja falsettur sem hann réð engan vegin við.

  

 

25.03.2014 05:59

Kvenkynssmokkur og hjónabandshugleiðingar

Þessa viku mína í Sambíu  hafa einhverjir Facebook vinir mínir séð nokkrar stöðufærslur frá mér. Sumar hafa ef laust gengið fram af einhverjum en staðreynd er aftur á móti sú að allir þessar stöðufærslur eru sannar fyrir utan þessa sem Mist ákvað að hjálpa mér við.

Til að komast til Sambíu þurftum við að sjálfsögðu að fara út úr Botswana. Það gekk nokkuð vel. Um leið og við kvöddum Hendrik voru margir sem vildu hjálpa okkur (keyra okkur yfir frá landamærunum til Livingstone). Við komust nú samt hjálparlaust út úr Botswana og upp í Botswanaferjuna sem var fríkeypis annað en Sambíuferjan. Ferjan er aðalega ætluð til að ferja bíla yfir og biðu því flutningarbílar í mörgu hundruð metra löngum röðum sitt hvoru megin við landamærin eftir því að komast yfir. Hver ferja tók einungis einn stóran flutningabíl og það voru þrjár ferjur í gangi.  Við komust síðan að því að einugis ein hafði verið í gangi seinustu 4 daga og því þessir flutningarbílar búnir að vera þarna í marga daga. Landamærin eru einnig bara opin milli 600 - 1800. Við getum því reiknað með að það hafi verið mikið drukkið og mikið um skemmtun með gleðikonum hjá bílstjórunum seinustu daga. Í ljósi þessar sorglega raunveruleika varðandi líf ökumanna flutningabíla í þessum hluta heimana hefði ekki átt að koma mér á óvart að einn starfamaðurinn á flekanum kæmi og biði okkur fríann kvenkyns smokk. Það kom Mist lítið á óvart enda hafði hún farið um landamæri í auðurhluta Afríku áður og var öllu von. Við höfðum þó hvorugar átt samræður um notkun kvenkyns smokka við bláókunnugan mann sem sat á milli okkar í þeirri von um að fá að keyra okkur til Livingstone. Fyrst ræddi Mist við um hann hvernig ætti að nota hann og um að hann væri nú ekki eins öruggur og karlkynssmokkurinn. Ég sat hjá og brosti á meðan. Síðan átti ég svipaðar umræður við hann og Mist brosti á meðan. Við vorum þó öll sammála að það væri nauðsynlegt að nota smokk sama hvort hann væri kvenkyns eða karlkyns.  

Um 10 mínútum síðar vorum við komin til Sambíu og samtalinu lauk. Við áttum ekki í miklum vandræðum með að komast inní Sambíu svo lengi sem við borguðum okkar 50 dollara fyrir vegabréfsáritun. Við skemmtum síðan fólki í kring um okkur með skemmtilegum svörum þegar menn komu og vildu skipta peningunum okkar. Við svöruðum að við værum nú ekki að ferðast í frysta skipti og vissum að gengið hérna væri nú ekki það hagstæðasta. Konurnar fyrir framan okkur og mennirnir með peningana var báðum skemmt og þeir gengu brosandi í burtu án viðskipta.

Við vorum búnar að lúgja að öllum bílstjórunum að vinkona okkar væri að kom að sækja okkur hinu megin. Það var náttúrulega bara vitleysa. Við aftur á móti vorum ekki með neina Sambíska peninga og vissum ekkert hvað gengið var. Við gátum fengið einhverjar upplýsingar um gengið hjá landamæraferðinum og upplýsingar um leigubílaverðið til Livingstone fengum við frá bílstjóra lúxus gististaðar. Síðan sáttum við á og borðum morgunmatinn okkar, brauð með hnetusmjöri og banana innan um heimamenn og rusl á meðan við þóttumst vera að bíða eftir vinkonu okkar. Að lokum þurftum við að tala við einhvern leigubílstjóra og biðja um verð. Það gekk vonum framar og 40 mínútum seinna vorum við komnar til Livingstone búnar að fara í hraðbanka borga leigubílstjóranum og komnar til vinkonu okkar. Já við vorum ekkert að ljúga við áttum vinkonu í Livingstone. Hún heitir Tiny og var um tíma að reka gistiheimilið okkar í Paradise Garden en rekur nú gistiheimili í Livingstone um tíma.

Eftir að hafa farið að hafa sett upp tjöldin okkar í garðinum á gistiheimilinu sem yfirleitt býður ekki upp á tjaldstæði skoðuðum við Livingstone. Í ljósi þess að Victoriufossar eru þarna rétt hjá er Livingstone ekki mikill ferðamennabær. Það gladdi okkur Mist enda gerum við allt í okkar valdi að vera ekki ferðamenn. Við ættum kannski að fara sætta okkur við staðreyndir eins og Ásgeir Kolbeinn og rauðahárið. Bærinn var nú samt nú alveg með ferðamannamarkað en við fundum heimamannamarkaðinn ferðamannamarkaðsmönnum til lítillar gleði. Þarna erum við líka farin að sjá merki um hugsanlegt áfengisvandamál mjög margra karlmanna í Sambíu. Annars voru merki um vesturlandabúa lítil í Livingstone miðað við í öðrum bæjum hliðin á stórum ferðamannastað. Að lokum komum við þreyttar heim og settumst niður með Tinu og fórum yfir slúðrið frá Windhoek og lífið í Livingstone þangað til eini vinur hennar birtist og lífgaði svona rosalega upp á kvöldið. 

Við áttum þetta hefðbundna samtal um giftingar, börn, lífið og trúna. Stuðið byrjaði ekki fyrr en hann fór og ég var farin að hanga á netinu. Þá birtist Mist í dyrunum og eiginlega biður um leyfi til að gefa mig til hjónabands. Tilvonandi maðurinn minn átti að vera vinur vinar Tinu og var maður guðs hér í bæ. Mist hafði nú samt sett nokkur skilyrði við því að gefa mig. Það var að vinur Tinu sem sá um samningmál og voru honum gert gagn tilboð upp á svartan mann fyrir föður minn. Upp úr þessu hófust mjög alvarlegar samningarviðræður sem fóru fram í nokkurn tíma á milli Tinu og vinarins. Að lokum kom hann svo og talaði við okkur og vildi meina að hann gæti kannski uppfyllt þessi skilyrði en þó líklega bara ef við vildum borga. Við sögðumst ekki vera að leita að hóru. Að lokum sögðum við manninum að við hefðum einungis búið til þessa ósk til að sýna honum að beiðni hans væri gjörsamlega fáranleg. Það að við ættum bara vilja giftast einhverjum presti vegna þess að honum langaði svo í hvíta konu og þegar við sögðum hvort hún yrði bara að vera hvít svaraði hann nei líka falleg. Maðurinn var alls ekki að grínast og upp úr þessu hófst mikil umræða sem hann hefði líklega viljað sleppa við. Við náðum kannski til hans smá þegar við settum nýfædda dóttur hans inní myndina. Að það væru hugsanlega mun fleiri hvítir menn sem vildu bara giftast dóttur hans í framtíðinni bara vegna þess að hún væri svört.

Yfirleitt myndum við Mist ekki tækla mann svona harkalega en eftir samtalið sem við áttum við hann fyrr um kvöldið kom þessi beiðni á óvart.  Við héltum að við hefðum átt málefnalegt samtal með gagnkvæmni virðingu fyrir mismunandi menningarheimum. En á meðan við töluðum hugsaði hann bara hvítar konur, giftast prestinum mínum og ég hækka í tign innan kirkjunnar. Það er hugsanlegt að heimsókn okkar fyrr um daginn í skólavörubúðina hafi einnig haft áhrif á þessi viðbrögð. Við vorum næstum búnar að kaupa bók sem hét Adult Life. Það er óhætt að segja að við Mist misstum af þessari skólabók sem og öðrum bókum sem flestar voru byggðar á svokölluðum kristilegum gildum. Ég get alveg viðurkennt að ég gekk frekar reið út úr bókabúðinni. Að lokum er vert að segja að ástæðan fyrir því að þessi maður sem er giftur með eitt nýfædd barn er vinur Tinu. Hún fékk einu sinni far með honum og vildi hann hólmur eftir það að hún yrði hjákona hans. Þessi kristilegu gildi eru svo sveigjanleg. Við skildum þó öll sátt og hann sagðist kannski ætla að segja prest vini sínum að það væri fáranlegt að ætlast bara gistast einhverri konur vegna þess að hún væri hvít. Hann ætlaði aftur á móti alveg pott þétt að segja honum að sjá um öll sín konu mál sjálfur héðan í frá.

Næst er það síðan blautbola keppnin við fossana miklu.

Today's page views: 71
Today's unique visitors: 2
Yesterday's page views: 174
Yesterday's unique visitors: 3
Total page views: 295189
Total unique visitors: 67742
Updated numbers: 31.1.2015 16:05:05eXTReMe Tracker