Þessi síða á íslensku
Anna Rótlausa
Blogg þar sem stafsetning skiptir ekki máli og öllu gríni fylgir engin alvara


07.01.2015 23:25

Omnivore verður Vegan

Ég lærði það fyrir sjö dögum að ég er skilgreinist sem omnivore í dýraríkinu. Ég er dýr sem byggi fæðu mína á mismunandi fæðugerðum eins og plöntum, dýrum, bakteríum og fleira.  Með öðrum orðum þá borða ég allt. Ég hef ætíð verið stolt að borða allt en seinni árin hefur mér þótt meira mikilvægt að borða skynsamlega ákveðna fæðuflokka. Ofneysla er aldrei góð hvorgi fyrir mig né umhverfið. Ég hef líka meira reynd að forðast að borða dýr sem eru alin með vafasömum aðferðum. Þetta hljómar eins og ég sé á leiðinni að verða grænmetisæta.

Það gerist líklega seint en ég hef aftur á móti aldrei getað hugsað mér að drepa dýr. Í baráttu við Ísbjörn væri ég örugglega vonlaus jafnvel ef ég væri með hlaðna byssu. En dauði minn myndi vonandi metta svangan ísbjörn í útrýmingahættu. Ég man ennþá eftir því hvað mér fannst erfitt að rota fyrsta fiskinn sem ég veiddi. Ég hef ekki farið í margar veiðiferðir eftir þetta. Ég er dóttir dýralæknis og er ekki í neinni afneitun. Ég veit að öll dýr sem ég borða þarf að drepa. Ég viðurkenni því algjörlega þessa þversagnarkenndu hegðun mína. Ég heldur aldrei haft neinn áhuga á að eiga dýr en ég ber mikla virðingu fyrir dýrum. Íslenska kindin nýtur sérstakrar virðingar hjá mér en ólíkt mörgum þá tel ég þessa skepnu mjög gáfaða og kjarkað. En mér finnst hún líka sérstaklega bragðgóð og þakka ég öllum innilega fyrir að færa mér hana á diskinn minn. Það má kannski segja að ég sé smá eins og karlkynsljón. Nenni ekki að hafa fyrir því að veiða en kann virkilega að meta blóðugt gott kjöt.

Þrátt fyrir þessa miklu aðdáun mína á dýrum sem fæðu þá hef ég ákveðið að taka áskorun um að vera Vegan. Það var einmitt þannig sem ég lærði þetta orð omnivore. Nú er ég, omnivore ekki búin að neyta neins dýrakyns eða annara afurða sem koma frá dýrum í heila viku. 15.12.2014 22:42

Jól trúleysingjans

Umræðan um kirkjuferðir hefur látið mig hugsa. Í grunninn finnst mér kirkjuferðir óþarfi í grunnskólum. Ég tel börnin þó ekki hljóta varanlegan skaða á því að fara einu sinni í kirkju. Aftur á móti tel ég að kirkjuferðir á hverju ári séu óþarfar. Unglingur sem er búin að fara 7 sinnum áður í svipaða kirkjuferð er einfaldlega komin með nóg. Það sama mátti segja um endalausar heimsóknir á Þjóðaminjasafnið sem breyttist lítið í mörg ár. Ég get nánast fullyrt það að seinust árin hefði þeir geta sett inn flóðhesta og gírafa og ég hefði ekki tekið eftir því.

Mér er aftur á móti umhugsað þá aðstöðu sem börnin sem trúa á annað eða trúa ekki eru sett í.  Í samskiptum mínum við börn reyni ég að koma í veg fyrir að börn lendi í þeirri aðstöðu að þau þurfa láta í ljós "stórar" lífsskoðanir fyrir framan jafningja, kennara og foreldra. Þessar lífsskoðanir eru einfaldlega ekki fullmótaðar og oftar en ekki tilkomnar vegna foreldra eða annarra áhrifavalda. Okkur ber að virða þetta mótunarferli á öllum sviðum. Með þessum ítrekum kirkjuferðum er ekki verið að fræða börn neitt heldur viðhalda einhverju hefði sem stangast á við hlutleysið sem skólakerfið ber að skapa í þessum málum.

Ég er efasemda manneskja og eftir að hafa virkilega reynd þá varð ég að játa mig sigraða. Ég trúi ekki og tengi engan vegin við trúarbrögð. Ég ber virðingu fyrir trúuð fólki sem ber virðingu fyrir mér og öðru sem iðka önnur trúarbrögð.

Það stangast því kannski á þessa skoðun mín að ég held Jól. Það einfaldar mér lífið mikið að á Íslandi heitir þessi hátíð friðs og kærleika Jól en ekki Kristinmessa. Orðið Jól má rekja aftur á tíma víkinga sem vissu ekkert um Krist heldur fögnuðu því að myrkrið var senn á enda og daginn fer að lengja. Það myndi að sjálfsögðu gleðja mig að Jólin yrðu aftur færð á 21. og 22. desember. Ég er til í að fyrirgefa það að fyrir mörgum árum komu hingað menn sem gerðu allt í sínu valdi til að íslendingar tilbiðu ein Guð en ekki marga Ási og færðu Jólin þeirra um nokkra daga.

Jólin mun ég halda með fjölskyldu minni. Sumir fagna fæðingu Jesú, aðrir lengingu dagsins og flestir pökkunum. Það fanga síðan allir þessum nokkrir frí dagar sem skapa tækifæri í upptekni lífi allra til að koma saman og njóta samverunnar og friðarins.

Ég er sem sagt að segja að ein kirkjuferð í yngri deildum skóla er skaðlaus en alveg nóg á hvert barn. Fyrst og fremst finnst mér mikilvægast að hvert og eitt okkar rifji upp af hverju við höldum jólin. Síðan spyrjum við börnin okkur af hverju þau halda upp á jólin og berum virðingu fyrir þeirra ákvörðun hver sem hún er.   

  • 1
Today's page views: 229
Today's unique visitors: 10
Yesterday's page views: 90
Yesterday's unique visitors: 17
Total page views: 323992
Total unique visitors: 70147
Updated numbers: 1.12.2015 09:56:56eXTReMe Tracker