Þessi síða á íslensku
Anna Rótlausa
Blogg þar sem stafsetning skiptir ekki máli og öllu gríni fylgir engin alvara


22.01.2018 22:43

Palestína

Það er líklega komin tími á að klára eitt ferðalag áður en ég fer í það næsta. Núna er ég búin að vera heima í rétt um mánuð og finn að ég verð að loka Palestínuferðinni áður en ég get almennilega einbeitt mér af næstu verkefnum.  

 Deir Istya yfirgefið í bili
Seinustu vikurnar okkar í Palestínu hurfu gjörsamlega. Ég hélt því miður áfram að vera slöpp sem hafði klárlega áhrif. Eftir góða en annasama seinustu daga í Deir Istya yfirgáfum við Mist þorpið okkar góða með söknuði. Við fórum óvænt degi á undan því við áttum stefnumót við fótboltan. Rada fór degi seinna frá Deir Istya og seinusta kvöldið lokuði herinn öllum útgönguleiðum úr bænum fram á morgun. Þeir lokuðu líka næsta bæ fram eftir degi hleyptu ekki heimamönnum út né inn. Af hverju? Að sjálfsögðu var enginn skýring gefin en ég velti því fyrir mér hvort landbaráttuverkefni bændana okkar með geiturnar hafi haft áhrif.Andlegt og líkamlegt gjaldþrot
Nú tóku við önnur verkefni hjá okkur Mist. Við kynntum okkur kvennafótboltan í Palestínu betur og kynntumst enn meira af yndislegu fólki. Erfiðast reyndist mér samt tíminn  í Al Khalili eða Herbron. Það var þar sem ég gjörsamlega bugaðist eftir hósta og hor í margar vikur og skreið inná hótelbergi eina nótt til að ná almennilegum svefn.

Í Al Khalili er erfitt að taka ekki inná sig ástandið og maður finnur reiðina magnast innan í sér gagnvart hernum, ísraelskum yfirvöldum og landránsfólkinu. Þetta er ekki góð tilfinning og ekki tilfinning sem mig langar að stjórni mér. En það er oft erfitt og sérstklega þegar maður sér hvernig heimamenn eru gerðir ómennskir í eiginlandi með allskonar aðferðum. Allt frá því að láta þá betla um að komast i gegn um ótal óþarfa öryggishlið í að sturtað sé yfir þá hlandi. 

Heimsókn mín til Al khalili var ekki bara erfið vegna þess að ég var veik heldur tók hún alveg á andlega og ég finn hvernig mig verkjar þegar ég rifja upp stöðuna í Al Khalili. Á sama tíma finn fyrir söknuð þegar ég hugsa til heimamanna og gestrisni þeirra og teaboða. Ég mun svo sannarlega eftir að fara aftur til Al Khalili.Alvöru ferðamenn í Jordaníu
Að lokum yfirgáfum við Palestínu tímabundið og gerðumst alvöru ferðamenn í Jordan, Fyrst þurfti ég að ná mér almennilega á lúxus hóteli í Jericho. Við gengum um Jericho í einn dag og eyddum kvöldinu í að hreinsa öll sönnunargögn um líf okkar í Palestínu seinustu 6 vikur. Daginn eftir héltum við yfir landmærin og sluppum án mikillar yfirheyrslu. Næstu daga beið okkar skemmtilegir og óvæntir dagar í Jordan þar sem við hittum Helenu aftur, fórum til Petru og Wadi Rum og síðan upp með dauðahafinu og aftur til Palestínu. Það gerðist ýmislegt skemmtilegt á leið okkar um Jordaníu við kynntumst fullt af áhugaverðu fólki og sáum ótrúlega hluti. Á sama tíma var ástandið að versna í Palestínu þegar Trump ákvað að halda að hann gæti ákveðið hver á Jerúsalem. Við gerðum okkar besta í að mótmæla og mætum á yfir fjölmenn mótmæli í Amman með alla okkar böggla og ný keypt keramik. Ég ætla bara að láta myndirnar tala sínu máli varðandi tíman okkar í Jordan.

 
Landamæraeftirlit Ísrael

Áður en við förum aftur til Palestínu og klárum þetta ferðalag langar mig að segja ykkur frá því hvernig landamæraeftirlitið í Ísrael virkar. Þegar við fórum til Jordan og til baka fórum við yfir einu landamærin sem Palestínumenn mega fara um. Að sjálfsögðu eru þau þá næstum helmingi dýrari en önnur landamæri. Við vorum ekkert sérstaklega stressaðar yfir því að vera teknar í langa yfirheyrslu, svo virðist sem að íslendingar séu oft að sleppa auðveldara í gegn. Við þekkjum aftur á móti of marga sem hafa farið í gegn um öll stig yfirheyrsluna og ef þeir finna sönnun í farangri og gögnum okkar sem sínir að við styðjum Palestínu eigum við hættu á því að vera neitað inngöngu og vera settar í 10 ára bann frá Ísrael. Við fórum í gegn nokkuð auðveldlega í öll skiptin og í lokin ákváðum við að setja fokkit og gera bara yfirborðhreinsun. Við fengum nokkrar skrítnar spurningar en náðum að svara vel fyrir okkur. Við urðum þó örlítið áhyggjufullar þegar við fórum inní Palesínu aftur frá Jordan. Deginum áður höfðu tvær Ástralskar vinkonu okkar sem við hittum í eyðimörkinni farið yfir landamærin og lend í þriggja tíma yfirherslu. Þær voru bara að fara í 8 daga heimsókn og höfðu ekkert að fela. Við vorum þó ekkert að farast úr stressi því það var einn mikilvægur munur á okkur á Áströlunum.  Hér kemur hin heilagi sannleikur mannkynnsins sem kallast fordómar. Þegar tvær ástralskar ungu konur sem búa í London og starfs sem lögfræðingur og bókhaldari eru af afgönskum uppruna ætla inní Palestínu þá er lífið flóknara. Önnur er fædd í Íran og hina Pakistan því foreldar þeirra þurftu að flýja afganistan fyrir all löngu. Síðan eins og þær lýstu svo skemmtilega lítur önnur út eins og mexikói og hin eins og arabi. Þessi sem lítur út eins og arabi var dregin til hliðar um leið og hún steig út úr landamæra rútunni. Á endanum voru þær báðar teknar í þriggja tíma yfirheyrslu. Þar sem mestur tíminn fór í tilgangslausa bið og að sannfæra landamæraverðina um að þær tala ekki arabísku og eiga ekki fjölskyldu í Palestínu. Farangur þeirra var opnaður og grandskoðaður. Við komum daginn eftir og það sem landamæraverðinum fannst merkilegast að fá að vita um okkur er hvernig ég segi eftirnafnið mitt. 


Andrúmsloftið annað í Palestínu
Seinustu dagar okkar í Palestínu voru anasamir, við vildum gera allt og hitta alla. Það náðist margt en þó ekki allt og verðum við að koma aftur. Andrúmsloftið var svo sannarlega annað í Palestínu og Jerúsalem en við enduðum með að yfirgefa Jerúsalem og fara tvo daga til Ramalla þar sem gisting var ódýrar og fólk vinalegra. Ástandið var þó verra og þyngra. Það var öðruvísi að standa á sama fótboltavellinum og hlusta á byssuskotin og sírenurnar á meðan þú horfðir á 14 ára stelpur sparka í bolta. Í miðri Ramalla var gott að vera fjarri hermönnum og innan um Palestínumenninna. Um kvöldið var öllu lokað til að minnast ungs manns sem í örvæntingu sinni réðst með hníf á fullklæddan byssuhlaðinn hermann. Það voru skothríðarnar og síerurnar sem við heyrðum fyrr um daginn.

Við fórum svo aftur til Jerúsalem og síðan til Tel aviv í einn dag. Ég hafði að vissuleiti gott af því að fara til Tel aviv því reiði mín gagnvart Ísreal var farin að hafa áhrif á gagnrýna hugsun mína. Jafnvel þó ég eigi erfitt með að skilja ísrealsmenn þá vil ég samt ekki fyllast algjörri blindri reiði gagnvart öllum Ísraelmönnum og í Tel aviv funduð við aðeins hlutlausara svæði og eðlilegri samskipti.
Heimkoman erfiðust

Eftir að ég kom heim hef ég verið að segja að dvöl mín í Palestínu var allt, erfið, skemmtileg, lærdómsrík, áhugaverð og ömurleg. En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er það heimkoman sem hefur verið erfiðust. Það að láta til dæmis ekki lúxusvandamál jólana fara í taugarnar á sér. Á meðan facebookið þitt er fullt af paletínskum vini sem eru að berjast fyrir rétti nágrannana sinna. Þar sem móðir og unglingsstúlka hafa verið handteknar fyrir að mótmæla yfirtöku í þeirra eigin landi. Að halda því fram að fangelsa unglingstúlku til margara ára fyrir að slá fullklæddan byssuhlaðinn hermann er fáranlegt. Á sama tíma lestu að ráðherra Ísrael ætlar leggja til að tekin verði upp dauðarefsing í landinu.

Síðan sérðu mynd af manni sem var handtekin og þetta reynist vera yndislegi gamli maðurinn sem þú naust heilum degi með við að endurbæta skóla. Að lokum dregur þig í hlé reynir að forðast samskipti við paletínska vini á facebook allar fréttirnar þaðan. Svo áttar þig á því að það er engin lausn því þú getur ekki beðið eftir að hitta þetta fólk aftur sem fyrst.

Það er erfitt að viðurkenna það en það erfiðast við tíman í Palestínu er að læra að vera heima á Íslandi. Hlakka til að fara aftur til Palestínu og halda áfram að styðja baráttu áttu þessa gestrisni og skemmtulegu þjóðar. Það verður þó að viðurkennast að endirinn og lausnin er því miður engu nær en þegar ég fór út.  


Nú taka við ný verkefni og ævintýri. Innan við mánuð held ég til Jóhannesarborgar þar sem öðruvísi ævintýri tekur við í tvo mánuði.  


Ég er búin að setja inn fleiri myndir og smá texta hérna.02.12.2017 11:03

Heimsókn inní vegginn og leikhús

Ég hef ekki komið mér í að skrifa því ég er búin að vera berjast við hor og hósta núna í allt á langan tíma. En eftir innlögn á hótel eina nótt virðist ég vera skríða saman aftur. Það þýðir samt ekki að ég sé búin að liggja fyrir heldur erum við búnar að gera fullt.

Bílflautur og rökhugsun
Eftir heimsókn okkar til Ramallah vorum við með bílaleigubíl í 2 daga. Við fórum í smá bíltúr um norður hluta vesturbakkans.  Ég endaði nátturulega með að keyra . Mist var á kortinu og ég verð að segja við afgreiddum þennan akstur með sóma. Villtumst hæfilega mikið. Þar af segja nógu mikið fyrir okkur Mist og en ekki of mikið til að gera aftursætirfarþega okkar brjálaða. Það var nokkuð létt að keyra í umferðinni hérna. En palestínar verða seint taldir keyra eftir mikilli rökhugsun. Það má líka segja að þeir sú dónalegir því þeir elska flautuna en hún er aftur móti notuð til að láta mann vita af öllu í heiminum. Svo dónalegri bara elskulegri. Undir lokinn var ég að sjálfsögðu farin að nota hana allavega í nauðsynlegustu tilfellum. Göturnar eru oft ekki mjög breiðar og þá þarf maður að víkja en oftar en ekki þegar maður hefur komið sér aðeins til hliðar þá kemur einhver framhjá þér og keyrir á móti bílnum sem þú varst að víkja fyrir. Hér borgar sig að kunna að bakka út úr aðstæðunum og síðan vera ögn ákveðin. Við vorum á bíl með paletínsku númeri sem þýddi að við værum í meiri hættu að vera stoppaðar á vegartálmum ísraelshers. Við sluppum þó við öll stopp en keyrðum framhjá bílum sem var verið að stoppa. Kannski að hjálpi að vera bílfullur vesturlandakonum.  

Fólkið inní veggnum
Fyrri daginn keyrðum við slatta og byrjuðum á að fara inní vegginn. Árið 2002 létu ísraelsstjórnvöld drauminn rætast byrjaði að byggja vegg til að aðskilja Ísraela og palestínu.  Við erum búin að sjá hár girðingar og rafmagnsgirðingar sem eru notaðar í sama tilgangi. En það verður að segja að veggur er ögn meira yfirþyrmandi. Það er ömulegt að segja það að ég er eiginlega farin að venjast þessum aðskiljunar girðingum sem þjóna náttúrulega alveg sama tilgang veggurinn. Einn af kostum veggsins er náttúrlega sá að þú þarft ekki að horfa á fólkið sem þú ert að loka á og það er auðveldar að vera í felum á bakið vegginn. Það steiktasta við þetta allt saman er að yfir 80% af veggnum er að sjálfsögðu inná landi Palestínu.

Eðlilega var veggurinn dæmdur ólöglegur samkvæmt alþjóðalögum 2004 en veggurinn er samt sem áður orðin 810 km langur núna og það gerðist ekki á 2 árum. Hugsið ykkur hvaðþað væri yndislegt ef við myndum byggja vegg meðfram þjóðveginum frá Reykjavík og að Egilstöðum. Myndi allavega verja Laka gígana fyrir ótroðningi ferðamanna.  Að öllu gríni sleppt þá er eiginlega fáranlegt að aðlþjóðasamfélagið hafi ekki mótmælt þessu meira. Við erum að hlægja að áformum Trumps um að byggja vegg en auðvita heldur hann að það sé ekkert mál því það er búið að gera þetta annarstaðar. Ég gæti skrifað endalaust um þennan vegg en í staðinn ætla að láta nægja stutta sögu þegar við heimsóttum vegginn þennan dag.

Við byrjuðum á því að fara í heimsókn til hjóna í bænum Mas'ha. Árið 2002 ákváðum hjónin að afþakka háar fjárhæðir fyrir að selja húsið sitt og land til Ísrael svo hægt væri að byggja vegg. Þetta þýðir að í dag búa þau inní veggnum og það þetta er ein undarlegasta heimsókn sem ég hef farið í. Ég hef farið í víggirt hús áður en þetta er annars eðlis. Ekki einungis vegna þess hjónin völdu þetta ekki sjálf. Heldur einni vegna þess hvernig  hjónin hafa tekið þessa hugrökku afstöðu að selja ekki né yfirgefa. Við töluðum einungis við manninn. Hann kvartaði ekki, bað ekki um neitt og það var augljóst að hann var búin að fá marga svona alþjóðlinga eins og okkur í nákvæmlega sömu erindagjörðum. Hann svaraði spurningunum sem hann hefur svarað svo oft af virðingu og æðruleysi. Þetta var þeirra hlutverk og þetta er mikilvægt hlutverk. Þau verða þarna til æviloka. Ef maður dáist ekki að þessu hugrekki og festu þá veit ég ekki hvað.
Veggurinn endalausi
Eftir þetta þá keyrðum við meðfram veggnum eins mikið og við gátum. Við keyrðum fram hjá fátækum byggðum og svokölluðum landbúnaðarhliðum. Í gegn um þessi hlið er ferðum paletínskarbænda stjórnað inna sitt eigið land hinum megin við vegginn.  Það verður að segjast að stundum er erfitt að halda gleðinni hérna. En þegar brosmildar stúlkur ganga heim úr skólanum heilsa þér þá léttist lundin. Saklausu börnin geta oftast dregið mann upp úr reiðinni. Þangað til þú hugsar verður þetta betra þegar þær verða eldri. 


Freedom Theater í Jenin
Eftir veggjar heimsókn héltum lengra norður og stefndum á Jenin. Jenin er ein af stærri borgum Palestínu og alveg við mörk Vesturbakkan. Jenin hefur gengið í gegn um ýmislegt og þar eru ein af stærri flóttamannabúðum vesturbakkans. Fólkið sem býr í flóttamannabúðunum eru þeir sem voru þvingaðir úr þorpum sínum hinum megin við grænulínuna eða 48 eins og það svæði er þekkt undir hér í Palestínu. Saga flóttamannabúðana er löng en til að gefa örllitla hugmynd þá voru flóttamannabúðirnar nánast jafnaðar við jörðu árið 2002 þegar 400 heimili voru eyðilög af ísraelskahernum eftir skipun frá Ariel Sharon.  Það lyftist aftur á móti aðeins á okkur brúnin þegar við hlustuðum á sögu og baksögu the Freedom Theater sem er staðsett inní flóttamannabúðunum. Þar er listin notuð til að búa til nýi tækifæri, væntingar og einfaldlega til að leiða huga barna, ungmenna og fullorðna frá erfileikum daglegslífs.

Við gátum því miður ekki stoppað lengi í Jenin áður en við þurftum að leggja af stað til Deir Istya aftur. Eins og með marga staði hér þá þarf ég að koma aftur til Jenin í næstu heimsókn til Palestínu.


Allt í einu komnar á Area E1
Daginn eftir héltum við aftur út á veginn en ekki sem eiginlegri ferðamenn heldur til að sýna stuðning við Beudion þorpi sem ísraelsher ætlar að taka landið frá. Það verður að viðurkennast að við vissum ekki alveg hvert við vorum að fara og við héltum að við færum að fara á svipaðan stað í Jordan Valley og seinast. Reyndar hélt ég að ég væri að fara norður en við enduðum sunnar og á austurmörkum Jerúsalem. Til að útskýra nákvæmlega hlutina sem þarna eru að gerast þyrfti ég að lengja þennan pistil töluvert. Svo þessu sinni þá læt ég nægja að Ísrael er þarna búin að lýsa fyrir landtöku á svæði sem þeir kalla E1 og ég hélt að það væri bara A,B og C. Svo í sannleika sagt þá botna ég ekkert í þessu. En það er því miður mjög algengt vandamál hér á þessum slóðum. 

Jæja þetta er nóg í bili næst yfirgefum við Deir Istya frelsumst í Betlehem. 

24.11.2017 22:50

Geitur, fótbolti og hver má fara til Jerúsalem?

Geitahirðar í einn nótt
Dagarnir hverfa nokkuð hratt hérna í Palestínu núna. Við byrjuðum vikuna á því að fara og passa geitur. Það er kannski ekki alveg rétt þar sem við vorum meira að þvælast fyrir bændunum sem voru að passa geiturnar. Geiturnar höfðu þó mun stærra hlutverk en við. Geiturnar voru nýlegar fluttar inn í fallegan dal sem er núna meira og minna í eyði. Þetta er að mörguleiti eðlileg þróun bænda að flytja nær þjónustunni en það flýtir þróunni vatninu er stolið neðan jarðar og áin verður að lækjarsprænu. Mikið af landinu er þó ennþá í ræktun og þarna eru meðal annars stórir akrar af appelsínum og sítrónum. Seinustu áratugi hafa síðan landránsbyggðir vaxið á toppum hæðunum allt í kring og núna eru Ísrael að reyna að eigna sér dalin með því að gera hann að friðlandi. Sem er að sjálfsögðu ekki það versta sem gæti gerst ef til gangurinn væri verndun náttúrunnar en ekki rán. Bændur á svæðinu eru því byrjaðir að nýta landið aftur í meira mæli. Nú er verið að byggja upp gömul hús fyrir smala að búa í meðan þeir hriða um geiturnar. Okkur var sem sagt boðið að sofa með smölunum. Viðvera okkar er kannski ekki þörf eins og er. Enda hafa bændurnir farið hljótt um á meðan þeir eru að byggja upp. En á næstu vikum verður þeim að öllu líkindum ýtt hægt og rólega út.  

Nóttin var notaleg Það helli rigndi og hverjum finnst ekki hljóðið þegar rigningin skellur á þakið róandi. Í morguninn voru líka skúrar svo við fórum út að tala við geiturnar á milli skúra. Eftir hádegi fórum við síðan og hittum stórbónda sem á land innst í dalnum. Þessir bræður eiga um 400 geitur og 40 nautgripi plús 25 börn til saman og ekki þorði ég að spyrja hversu mörg barnabörn. Þessir bræður voru svona mannverur sem gefa af sér sérstaklega góða nærveru. Það er kannski þess vegna sem landránsfólki hefur fundist nauðsynlegt að ráðast á búfénað þeirra og land ítrekað seinustu ár.

 

Spjallað um kvennafótbolta í Palestínu
Við Mist stoppuðum ekki lengi í Deir Istya fórum við í flýti í næsta bæ að ná í bílaleigubíl til að komast til Ramallah á fótboltaæfingu. Við vorum komnar í samband við paletínska knattspyrnusambandið og áttum nú heimboð á æfingu hjá U19 ára landsliði kvenna. Við lögðum sem sagt af stað þegar rökkrið var að skella á til Ramallah og það verður að segjast að við Mist erum fáranlega gott aksturteymi. Við komust á leiðarenda án mikilla vandræða en á leiðinni komust við reyndar að því að æfingu liðsins hafi verið frestað. Þjálfarinn og einn af starfsmönnum sambandsins vildu samt hitta okkur svo við héltum áfram. Við gátum samt ekki annað en glott smá þegar við komust að því að æfingunni hafi verið frestað vegna veður. Það var jú heldur kalt og smá gola en ég held að það sé óhætt að segja að þetta hafi verið dæmigert íslenskt sumar verður.

Við hittum síðan þjálfaran og yfirmann kvennaknattspyrnunar í höfuðstöðvunum. Þjálfarinn er 23 ára kona sem er komið með A stig í þjálfun og er ný tekin við fullustarfi hjá sambandinu. Yfirmaðurinn er jú miðaldra karlmaður en það er langt síðan ég hef heyrt karlmann tala af eins mikilli ástríðu um kvennafótbolta. Við áttum sem sagt virklega gott samtal við hann sérstaklega þar sem hann talar mjög fína ensku. Hún talar minna en í gegn um hann gátum við spurt hana af ýmsu. Það var örlítið gott að tala saman um eitthvað annað en hernámið. Þarna sáttu bara fjórar manneskjur og spölluðu um sameiginlegt áhugamál. Sambandið er nú á tímamótum í kvennaknattspyrnunni og voru þau bæði ný tekin við störfum sínum. Það var virklega áhugavert að hlusta á framtíðarplön þeirra og voru ólm í að leyfa okkur að kynnast starfinu meira. Þegar við förum frá Deir Istya á mánudaginn ætlum við beint til Betlehem á æfingu U19 og hitta aðra þjálfara á því svæði.

 

Mátt þú fara til Jerúsalem
Þó svo að hernámið hafi alls ekki verið til umræðu í þessu spjalli þá er að sjálfsögðu ekki hægt að fara í gegn um klukkustundar samtal án þess að það komi fyrir. Það er að sjálfsögðu ýmislegt í menningunni hérna sem gerir stelpum erfiðara fyrir að stunda fótbolta. Ofan á það bætist síðan hernámið með sínum check point, höftum á landamærum og almennum leiðindum. Það sló mig líklega mest að þjálfarinn er nú þegar búin að þurfa að fara upp á móti norminu og gildum samfélagsins með því að sparka í bolta og gera það að starfi sínu. Hún verður einnig að talsvert af  samskiptum við fjölskyldunni þar sem hún er alin upp í Jerúsalem. Fjölskylda hennar styður hana í starfi sínu hennar en starfið gerir það líka að verkum að hún þarf að vera búset í Ramallah og fær einungis leyfi ísraelskum yfirvöldum á um þriggja vikna fresti til að fara að heimsækja foreldra sína og þjálfa heimalið sitt. Eftir því sem leið á kvöldið og eftir að við vorum búin að fara og fá okkur smá sætindi þá jókst sjálfstraustið hjá þjálfaranum til að tala ensku. Spjallið varð svona hversdagslegra og það seinasta sem þjálfarinn spurði mig var "Can you go to Jerusalem?"  

Þessi spurning var svo einlæg og líklega sú setning sem hefur gripið mig hvað mest seinustu 4 vikur. Áður en ég kom hingað hélt ég að palestínar gætu farið um sinn part af Jerúsalem nú hef ég lært það að það er enginn paletínskur partur í Jerúsalem.  Það leynir sér ekki að palestínumanninum finnst að þarna hafi verið stolið frá sér. Ég hef komið til Jerúsalem og fór strax í burtu án þess að átta mig á hversu mikilvægur staður þetta var fyrir þjóðina sem ég ætlaði að eyða næstu vikum með. En góða fyrir mig að ég get farið aftur hvenær sem ég vil.    

20.11.2017 19:31

Róleg vika, Jordan Valley, skotfæri og fangelsi

Seinasta vika var róleg hjá okkur eða svo hélt ég þangað til hún var allt í einu búin. Það sem var rólegt við hana er að ólífutínslunni hjá okkur virðist vera lokið. Í staðinn fórum við og heimsóttum hina og þessa. Eins og til dæmis opinbera starfsmenn og embætismenn. Það var svona misgagnlegt spjall svona eins og gengur í þeim geiranum. Stundum fær maður svör og stundum fær maður eitthvað allt annað. En þessar heimsóknir vörpuðu meðal annars örlítlu ljósi á hvernig samskiptum þjóðanna tveggja er háttað. Við fórum meðal annars á skrifstofuna sem sækir um leyfi fyrir palestína um að fara yfir grænulínu. Það þarf leyfi fyrir svo margt, allt frá spítalaferð til brúðkaups svo að sjálfsögðu leyfi til að tína ólífur á eiginlandi. Ég mun einn daginn útkýra þetta allt miklu betur þegar ég skil þetta betur.

Það sem stóð upp úr í seinustu viku var heimsókn okkar í Jordan Valley. Það er margt sem má segja um þennan lægast dal í heimi og jarðfræðinördið í  mér vaknaði smá en var síðan svæft aftur þangað til við förum og túristumst í kring um dauðahafið. Þetta var nú ekki beint upplífgandi ferð niður í dalinn í fátæktina og vatnsskortinn sem alltof margir palestínar lifa við á þessu mikla ræktunar og náttúruauðlinda svæði. Ég setti inn smá myndband um Jordan Valley um daginn á facebook og örlitlar staðreyndir en seinna get ég þó vonandi sett eitthvað meira úr öllum upplýsingunum. Mist skrifaði þó smá pistil á facebook áðan og hann er opin öllum.

Þótt að heimsóknin í Jordan Valley hafi tekið á þá er ég búin að komast að því hvað Palestínar gera best. Þeir eru bestir í að draga mann inní sína friðsömu baráttu með óendanlegri gestrisni og brosmildi og þetta segi ég ekki bara til að fá ykkur með í baráttuna. Eftir að hafa heimsótt um 50 lönd þá fara Palestínar á toppinn í gestrisni.

Jordan Valley


Hefur ekki farið í fangelsi?
Æðruleysi og baráttu vilji palestína endurspeglast líklega best í þeirri bláköldu staðreynd að mikill meirihluti karlmanna og fjöldi kvenna hefur þurft að sitja í fangelsi of stóran part af lífi sínu. Hér með játa ég eitt. Ef ég væri búin að sitja hátt í 10 árum af 40 ára ævi í fangelsi fyrir að hafa ekki gert neitt annað en að berjast fyrir mannréttindum. Þá væri ég líklega búin að gefast upp og koma mér sem lengst í burtu. Ég hef aldrei á ævinni hitt svona mikið af fólki sem hefur verið í fangelsi. Mér reiknast að einugis 1 af 6 mönnum sem við umgöngumst reglulega hér hefur ekki þurft að sitja inni fangelsi. Enginn af þessum mönnum hefur farið í fangelsi fyrir eitthvað sem okkur fyndist eðlilegt að stinga einhverjum inn fyrir. Margir fara í marga mánuði í einhverskonar yfirheyrslu fangelsi og því engin réttarhöld. Einn daginn mun ég lesa mér betur til um fangelismenninguna og kýs ég að kalla þetta menningu. Því miður virðist þetta stór partur af menningunni hérna. Hún er aftur á móti of flókin fyrir mig forréttindarbarnið að skilja á svona stuttum tíma.

Allskonar skotfæri
Á föstudaginn fórum við svo aftur á mótmælin í Kurf Qaddoum þar semm eitt af mínum verkefnum að passa að birta ekki myndir af steinakösturum með óhluið andlit. Þá eru meiri líkur að þeir lendi einhverstaðar sem enginn vill vera. Steinakast er það ofbeldisfyllsta sem ég hef séð palestína gera hérna. Þeir kasta steinum af brynvörðum hermönnum sem skjóta til baka. Þeir skjóta Gúmískotum, gúmíhúðunumskotum eða skotum sem hafa tilgang að drepa. Gúmí- og gúmíhúðuðskot geta svo sannarlega líka drepið ef skotið er af stuttu færi en þar sem hljóðið berst hraðar og þær drífa styttra er auðveldar að verjast þeim.


En við fórum sem sagt aftur til Kufr Qaddoum. Þetta var í þriðja skiptið sem við fórum og alltaf hefur þetta verð frekar rólegt. Við fórum náttúrulega ekki þegar Láru og Rödu var haldið í þrjá tíma á check point. Þá tóku hermennirnir nokkuð harkalega á heimamönnum enda búnir að útloka mikið af útlendingunum og fjölmiðlafólki. Í þetta skipti fengum við að vita um checkpoint á undan. Við vorum líka svo heppnar að húkkuðum okkur far með manni sem býr í Kufr Qaddoum og var meira en til í að finna leið fram hjá hernum. Svo við leggjum af stað og síðan allt í einu þá beygjir hann á slóða sem tekur okkur í gegn um ólífuakrana og beint inní þorpið.  Við lausar við check point og mætar á mótmælin. Við komum á fullkomnum tíma búið að kveðja í slatta af dekkjum og reykurinn fer svo fallega yfir landránsbyggðirnar. Herinn var mættur á svæðið og enn rólegur. Það leið þá ekki á löngu þangað til fyrstu byssukúlurnar fóru að fljúga. Þetta voru einhverskonar gúmískot. Við útlendingarnir allavega flestir höldum okkur að sjálfsögðu aftarlega út af því að við þekkjum ekki aðstæður erum hræddri og líka útaf því að þetta eru ekki okkar mótmæli. Við erum fremst stuðningur og miðlarar. Hermennirnir þurftu að þrýsta í smá tíma áður en heimamenn sögðu þetta er komið nóg í dag og við gengum til baka. Þetta er auðvita eins og einhverskonar tafl en það er nauðsynlegt að bakka á réttum tíma. Ég vil ítreka að lokun á þessum veg lengir ferðina á spítala um 30 mín.  

Seinustu daga höfum við húkkað okkur far nokkrum sinnum það er skemmst frá því að segja að gestrisni palestína er svo mikil að þeir gera sér ekki bara auka krók á leið sinni heldur fær maður líka mat í kaupætið.  

Góða nótt ég er farin að sofa út með geitum.

16.11.2017 21:19

Leigubílasögur segja svo margt

Oft á ferðalögum þá eru flutningur á milli staða þar sem allt og ekkert gerist. Flutningssögur er oft það eftirminnilegast og rata í blogg. Það hefur margt gerist á ferðum okkar IWPS kvenna . En um daginn fórum við Mist síðan í fyrsta skipti á eigin vegum milli staða eftir að við komum hingað.  Hér kemur því ein saga af fólksflutningi.

Til að fara aftur heim til Deir Istya gengum við tókum við almenningssamgöngur sem sem er smárútur. Almenningssamgönur hérna í Palestínu eru alveg til fyrirmyndar. Vel skipulagt og einfald. Þrátt fyrir enga arabísku komust við fljót af því í hvað faratæki við áttum að fara. Í þetta skipti var það reyndar leigubíll sem var betra því hann fyllist fyrr. Við mætum tímalega og þegar bílinn var fundinn þá settumst við niður og borðuðum pizzuna okkar. Það var eitthvað lúmstk notalegt að vera aftur komin á gagnstéttabrúnina í framandi borg að bíða eftir fari.

Fljótlega kom einn fullvaxta maður og gerði sig heimakæran í framsætinu og ekki löngu eftir það kom annar maður og bílinn var orðin fullur. Ég tók miðjuna aftur í og var fljót að setja á mig beltið áður en ókunnugi sessunautur minn settist. Hann ákvað aftur á móti að bíða með það vandræðalega augnablik að setja á sig beltið. Síðan hófst ferðin og það fór ekkert á milli mála leigubílstjórinn var farinn að hlakka til að koma heim eftir langan dag. Við Mist skiptumst á nokkrum orðum en að örðuleiti ríkti þögn í bílnum og arabískir tónar. Bílstjórinn gerði sitt besta með að velja paletínskar götur til að keyra. Það fór örlítið um okkur á 100 km hraða á illa upplýstum mjóum vegum. En á endanum þá neyddist bílstjórinn til að færa sig yfir veg undir stjórn Ísraels. Þegar það gerist þá þyngist alltaf aðeins í bílunum. Bílstjórinn setur á sig bílbelti og skipar farþögum að gera hið sama. Eftir að hafa reynda að snerta mig sem minnst alla ferðina þurfti sessinautur minn nú að troða hendinni þar sem hann vildi síst hafa hana. Þarna sitjum við síðan í þögninni þangað til við komum að einu að mörgum öryggishliðum sem verða á leið okkar. Við sjáum að hermaður er stoppa paletínskan bíl Paletínskir bílar eru að sjálfsögðu öðruvísi bílnúmer sem mega ekki fara yfir grænu línun á kortinu. Umsvifa laust tekur maðurinn í framsætinu hettuna á hausnum. Bílstjórinn hægir á sér lækkar tónlistina, ég byrja að spá hvort Gopro vélin mín sé nokkuð með vafasömu efni  og spá í því hvað ég á að segja ef þeir spyrja mig hvað ég sé að gera hér á vesturbakkanum. Allir reyna að láta eins lítið fyrir sér fara. Við keyrum kurteislega fram hjá hermanninum og bílnum sem hann var að stoppa og drögum svo andan og maðurinn í framsætin setur hettuna aftur á hausinn. Að lokum komust við af þessum veg og um leið tekur bílstjórinn og framsætisfarþegin bílbeltið af sér. Á sama tíma veltum við Mist því fyrir okkur hvort það sé þessum leigubílstjóra í hag eða óhag að hafa tvær útlenskar konur í bílnum þegar hann fer í gegn um svona check point.

Svo virðist sem að ísraelski herinn noti þessi check point fyrst og fremst til að þvælast fyrir og tefja heimamenn. Þannig missa nemar af prófunum sínum, fólk kemst ekki á spítala og svo mætti lengi telja. Eftir tvær vikur í Palestínu erum við búnar að komast að því að það að taka af sér beltin eru hljóðlát mótmæli við hernáminu. Okkur íslendingum finnst það kannski heimskulegt en þegar maður sér bjargarleysið hér þá skilur maður þörfina fyrir að sína þennan mótþróa.

14.11.2017 22:07

Tímavél og maturinn sem gerði mig afvelta

Tímavélinn í Ramallah tók okkur 13 ár aftur í tíman.
Við Mist fórum sem sagt í Ramallah í tvö. Við mættum fyrir hádegi og fórum beint á Arafat safnið eftir að skotist á hostelið sem er því miður ekki eins frásögufærandi eins það seinasta. Arafat safnið kom okkur smá á óvart. Við byrjuðum á að votta Arafat virðingu okkar með því að skoða gröf hans. En einungis deginum áður voru 13 ára síðan Arafat lést. Við skildum náttúrlega ekkert hvað stóð á gröfinni og stóðum því örlítið eins og hálfvitar. Við fórum svo inní þessa stóru nútíma byggingu. Þetta er safn um Arafat og baráttu Palestínu langt aftur í tíman en aðal fókusinn á tíman eftir 1917. Þetta var áhugavert safn sem var miklu stærra en við héltum. Endirinn kom mest á óvart. Ég var orðin mjög svöng og hélt að ég væri að verða búin þegar ég skoðaði gömlu skrifstofu Arafats en þá kom maður og sagði mér að fara niður. Ég er svo vel alin upp að ég að sjálfsögðu gerði eins og maðurinn sagði og gekk niður heldur þröngan.  Þar tók á móti mér eldri og mjórri gangar og það tók mig smá tíma að átta mig á að ég var komin niður í birgið sem Arafat eyddi seinust 34 mánuðum í lífi sínu. Þarna stóð ég í þessar litlu íbúð og horfði á nuddtækið hans við náttborðið hliðin á byssunni hans og fötum. Verður að segjast skrítin en sterk upplifun.  

En því miður þá var svengdin farin að hafa óþarflega mikil áhrif á upplifun mína enda við búnar að vera í tvo tíma þarna inn og klukkan orðin 15:00 og við ekkert búnar að borða. Eftir að hafa kvadd hermennina við hliðið sem voru alveg furðulosnir að við værum komnar yfir þrítugt og ógiftar héltum við af stað í matarleit.

Dagurinn sem Anna kláraði ekki matinn sinn
Matinn fundum við á veitingastað hjá markaðinum sem bauð upp á stóra rétti of paletínskum mat. Nákvæmlega það sem við vorum að leita að. Við keyptum okkur sitthvoran réttinn og ég ákvað að prófa minn með kjöti.  Til að gera langa sögu stutta þá hefðu við líklega betur átt að deila einum rétt. Því fyrst kom brauð, jógúrt, salat og grænmeti á borðið áður en við fengum réttina okkar sem voru í stærri kantinum. Minn réttur var bragðgóður réttur samansettur af flötu brauði, olíusteiktum krydduð lauk og síðan þremur stórum stykkjum af nautakjöti. Á endanum gerðist það ótrúlega og eitthvað sem gerist mjög sjaldan en ég náði engan vegin að klára matinn og þurfti að skilja eftir skammarlega mikið. Við borðum ekkert meira þennan dag að frá töldum mandarínum sem ég keypti á markaðnum og arabíska ísnum sem við bara urðum að prófa.

 

Ramallah
Eftir þess máltíð var lítið annað hægt að gera en að reyna að ganga af sér allan þennan mat svo við gerðum það sem okkur finnst skemmtilegast í nýjum borgum að ganga óskipulagt. Ramallah er miðsvæðis í Palestínu og því einhvers konar höfuðborg þar sem megin stjórnsýslan fer fram. Það búa um 340.000 og hún er mun nútímavæddari en Nablus. Það sást bæði á byggingum, fyrirtækum og fólkinu. Ramallah er ekki eins hefbundin og þú sérð til dæmis mum meira af konum á götunum og það er augljóst að kvennahreyfingar eru sterkar í Ramallah. Mér finnst þó aftur á móti meiri karakter í Nablus og að mörguleiti er hún meira sjarmerandi en á hinn boginn ef ég væri að flytja til lengri tíma til Palestínu þá myndi ég líklega velja Ramallah. Annað sem er öðruvísi við Ramallah er að áfengi er algengar og það er hægt að fá bjór og Mist hafði sett sér það markmið að prófa paletínskan bjór í þessri borgarferð. En fyrst þurftum við fara heim og slaka aðeins á og klára að melta. Áður en það gerðist ákvað ég að það væri þess virði að taka smá snúning götum Ramallah.


Tvær skrítnar útlenskar konur í Ramallah
Áður en við göngum niður götuna að hostelinu ákvað ég að skjótast inn í búð og kaupa smá vatn. Þarna er aðeins farið að rökkva en ég kem hress út úr búðinn með 1 ½ líters flösku af vatni. Núna ætla ég að halda áfram með þessa sögu út frá sjónarhorni mannan sem voru í kring um mig. Tvær útlenskar konur ganga brosandi á götu í Ramallah þegar önnur konan hrynur allt í einu niður með tilþrifum og örlitlum hljóðum. Hin konan beygir sig niður að henni en rýkur svo í áttina að götunni á eftir vatnsflöskum sem endar föst undir bíl sem kemur upp götuna. Hin konan liggur ennþá í götunni og nokkrir menn standa í kring um hana og spyrja hvort hún sé í lagi. Konan reynir að halda andliti en er að drepast og krönglast á fætur. Konan með vatnið fær aðstoð við að ná vatninu undan bílnum sem gengur svo að hinu konuni sem getur varla staðið en burstar af sér rykið og fær sér vatnsopa og haltar síðan niður götuna með hinni konunni.  Það sem gerist var það sama og venjulega ég snéri á mér öklan en á heldur hárri gangstétta brún svo fallið var heldur dramatískt. Á íslensku sagði ég Mist að hlaupa á eftir vatninu sem ég vildi alls ekki glata og láta mig í friði. Mennirnir í kring voru líklega mjög hneykslaðir á viðbrögðum Mistar en gátu ekki aðstoðað mig við að standa upp því þeir eiga ekki að snerta ókunnugar konur. Að vissuleiti var ég smá fegin að svo var því þegar þetta gerist þá vil ég helst bara fá nokkrar sekundur til að komast yfir mesta verkinn. Það sem við erum búnar að hlægja að þessu og bölva því að eiga þetta ekki á myndbandi svona miða við hvað við tökum mikið upp daglega.

Veiðiferð án glerugna
Dvölin á hostelinu var því að eins lengri en eftir smá hvíld og íbúfen ég var til búin að haltra á barinn. Eftir 200 metra haltr þá komst ég að því að ég hafði gleymd að setja á mig glerugun og nennti ómögulega aftur niður að sækja þau. Mist fór því með mig út á lífið halta og blinda. Mist fann barinn áfallalaust á meðan ég fókusaði bara að allar mishæðirnar sem ég sá ekki í myrkrinu. Á fyrsta barinn settumst við og fylgtust með öllum hinum útlendingunum á svæðinu drekka bjór. Síðan fórum við á bar númer tvö og þá fór glerugnarleysið að segja til sín. Þarna voru víst nokkrir karlmenn sem var þess virði að sjá skýrar. Sem betur fer vorum við ekki mikilli veiðiferð því það er vonlaust að fara í veiðiferð þegar þú sér ekki einu sinni bráðina. En svona ef öllu gamni er sleppt þá áttum við bara nokkuð notalega og afslappað kvöld í Ramallah.

Daginn eftir hafði ég vit á því að setja glerugun upp en var ennþá haltrandi en okkur tókst að finna það nauðsynlegast og fá svör við þeim spurningum sem við höfðum, versla smá, borða á okkur gat skoða smá og hitta hinn íslendinginn sem við vitum um í Palestínu fyrir tilviljun og einn af leigubílstjórunum okkar frá Deir Istya, Palestína er ekki svo stór.

13.11.2017 19:29

Hvað eigum við að gera eftir skóla? Pirrum hermenn

 Við Mist erum ný komnar úr tveggja daga fríi í Ramallah og vorum við því hefbundir ferðamenn í tvo daga sem var bara nokkuð ljúft svona fyrir utan smá óhapp.

Skóla heimsókn, Lára kveður og blóð í Urif
Seinast vika var viðburðarík.  Ég, Mist og Lára fórum í stúlkna skóla í Haris og hittum skólastjóran áttum svo að hitta íþróttakennaran á miðvikudeginum en ekkert varð úr því. Við íslendingarnir eyddum því seinasta degi Láru í Palestínu saman heima í tölvuvinnu og þvott. Á þeim tíma urðu hinar þrjár að hætt ólífutínslunni eftir bændur sem tíndu mjög nálægt landráðsbyggðum varð fyrir árás landsránsmanna. Hópurinn kom allt í einu á harðarhlaupum niður og tveir blóðugir. Daginn eftir fórum, ég, Rada og Mist á samastað að tína í Urif. Við náðum sem betur fer að klára áður en herinn ákvað að enda tínslu þann dag kl. 1300 taka leyfi af daginn eftir.  Ég minni enn og aftur á að hér eru bændir að biðja um leyfi að tína á landi sem hefur verið í eigu fjölskyldu þeirra í meira en hundrað ár. Okkar fjölskylda náði að klára en ekki allar í kring. Við reyndum líka að fara nær landráðsbyggðum og skoða svæðið þar sem árásin var gerð daginn áður en þá tóku á móti okkur sum 15 hermenn sem vildu ekki hleypa okkur inn heldur bara bændunum. Við gerum eins og bændurinn biðja okkur um og snérum við. Þetta er allt mjög skítnar aðstæður.Hin hefbunda unglingaögrun í öðrum aðstæðum
Þennan dag varð ég líka vitni á áhugaverðri hegðun. Þegar drengjaskólanum  lauk um 1200 þá hópuðust drengirnir niður á svæðið. Skólinn er mjög nálægt landránsbyggðunum og hefur skólinn þurft að þola talvert af árásum og áreiti. Það var minna um það þennan dag enda herinn vel á varðbergi eftir fjölmiðlafárið daginn áður svo landræningjarnir héltu sig færri. Unglingsdrengirnir voru samt mættir til að láta hermönnum vinna fyrir laununum. Þeir gerðu nú fátt annað en að vera þarna. Þeir köstuðu ekki steinum eða kölluðu. Þetta gerði hermennina svo óörugga að á endanum mætti foringinn og rak þá burtu með óþarfa látum. Drengirnir hlaupu misskelkaðir í burtu. Það vakti athygli mína að þarna sjá ég örlítið glitta í hina hefbundu ögrunarhegðun unglinga. Ég ekki annað en glott á meðan ég fylgst með þessari hegðun sem kemur fram í mismunandi formi alls staðar í heimum. Þarna kannski heldur óvenjulegum miðað við íslenskar aðstæður.

Mesti dagurinn í ólífutínslu
Daginn eftir fórum við svo aftur til Burin. Við fórum þrjár, ég Mist og Rada á meðan hinar tvær fóru á mótmæli í Kurf Qaddoum. Þegar við mættum lengst upp í fjallshlíðina mættu okkur þrír hermenn og aftur sköpuðust mjög skrítnar aðstæðu. Þessir hermenn komu til að segja okkur að það yrði nóg af hermönnum og lögreglumönnum til að passa þau út þennan dag. Þeir sýndu svo vinsemd sína með því að heimta að fá börnin sem voru á svæðinu til að taka í höndina á þeim. Þetta var allt mjög óþægilegt að horfa á sérstaklega þegar þessi 5 ára harðneitaði og grét. Hann var sem betur fer ekki píndur til þess. Þetta var allt mjög skrítið því bændurinn treysta að sjálfsögðu ekki hernum. Það hefur oft komið fyrir að þeir hafi setið hjá og gert minnst þegar landráðsmenn koma með látum og vopnum. Í þessum aðstæðum skiptir fjöldi bænda og fjöldi útlendinga mjög miklu. Því herinn má ekki við neikvæðri umfjöllun erlendis. Við vorum að tína á svæði sem varð að tína því ekki hafði verið tínd þar í þrjú ár. Ef landið er ekki notað er það hirt af bændum. Það skiptir engu máli ef tréin hafi verið brennd tvö ár í röð af landráðsmönnum.  Þarna vorum við að tína ólífur af trjáum sem voru eiginlega ekki tilbúin að skiluðu litlu. En þarna var hópur af fólki frá Burin komin til að tína með þessari indælu fjölskyldu.


Þetta var einn af mínum uppáhaldsdögunum mínum í tínslu. Það var svo gaman að geta klárað tréin án árasar og njóta þess að vera með þessari samstöðu sem skapaðist þennan dag. Þarna fengum við líka gott tækifæri til að kynnast móðurinn og drengjunum hennar þremur. Sá yngsti 5 ára stal svo sannarlega athyglinni. Við snæddum svo með fjölskyldunni. Jafnvel þó að ástæðurnar fyrir veru minni þarna hafi verið mjög ömurlegar og fáranlegar þá fór ég eitthvað svo ánægð að sofa eftir þennan dag.

Daginn eftir fórum við svo og horfðum á heimamenn í Kurf Qaddoum brenna nokkur dekk yfir landránsbyggðir í mótmælaskyni. Á sunnudags morgun fórum við Mist svo til Ramallah þar sem við kynndumst Arafat heitnum, ég veldi mér niður götur í Ramallh, Mist fann bjór og bjargaði vatninu mínu. En meira um það síðar.  

11.11.2017 11:02

Lífið venst vel í Deir Istya

Seinustu daga ættu að gefa smá hugmynd hvað ég er að brasa hérna í Palestínu og nú er lífið allt að venjast hérna í Deir Istya.  Við erum búin að vera tína ólífur í bland við að fara í heimsókn til fólks og fræðast. Flest kvöld höfum við síðan setið á veröndunni okkar og komið með launsir á öllum heimsins vanda sem þvælist fyrir okkur. Þetta er misstór vandi sem er ræddur hér á kvöldin enda nauðsynlegt að taka á svona smærri vanda líka. 

Dagarnir líða hratt hérna og stundum finnst manni eins og þrír sólarhingar liði hérna á 24 tímum. Við nýliðarnir fengum síðan smá pásu frá ólífutínslu þegar við fórum á námskeið í Nablus. Námskeiðið var svona blanda af fræðslu um lífið í Palestínu og hvernig við eigum að haga okkur ef við lendum í ísraelsum yfirvöldum. Á meðan við lærðum um hversu lengi herinn má halda okkur og hvernig löggan má bara handataka okkur samkvæmt lögum. Þá voru Láru og Rödu einmitt haldið af hernum í þrjá og hálfan tíma á leið sinni á mótmæli í Kurf Qaddoum. Það er 30 mínútum lengur en þeir mega enda ekki alveg hægt að búast við að lögin séu alveg virt hérna. Ef einhver var að spá þá er eru að sjálfsögðu sér lög og regluverki fyrir útlendinga, Palestína og Ísraela. Við lærðum sem sagt allt um hvernig við eigum að haga okkur samkvæmt lögum og síðan aftur hvernig við eigum að haga okkur þegar lög eru ekki virt. Maður getur átt hættu á því að vísa úr landi án ástæðu og margir alþjóðlegir aðgerðasinnar kjósa að nota önnur nafn og halda sig fjarri samfélagmiðlum í eigin nafni. Við íslensku konurnar sem erum búnar að vera 6 á þessu svæði svo ég viti til seinustu tvö mánuði förum ekki huldu höfði og þriggja tíma varðhald Láru á ísraelskum vegi endaði í kvöldfréttum stöð 2.

Nablus

Við vorum tvö daga á námskeiðinu í Nablus sem er viðskipta borg Palestínu. Tveimur dögum áður höfðum við skotist til Nablus að fylgjast með mótmælum við Ballfouryfirlýsingunni sem var nú orðin 100 ára. Þetta voru augljóslega mómæli skipulögð af palentískum stjórnvöldum sem ég hef ekki enn myndað mér skoðun á. En eftir þessa örheimsókn til Nablus var fjalla hjartað í mér strax farið að kvíða fyrir dvölinni sem var væntanleg. Hávaðin og mengunin rosaleg í þessari borg sem er stödd á milli tveggja brattra fjalla. En það varauðveldar að yfirgefa höllina okkar í Deir Istya þegar kom að því að fara. Dögunum áður höfðu iðnaðarmenn mætt og svæðið og draslað og málað með málingu sem var klárlega ekki lyktarlaus. Þannig að litla íbúð samtakana ISM varð allt í einu æðisleg þrátt fyrir skort á pláss, köldu vatni og klósettkassa í lagi. Tími okkar í Nablus endaði því að sjálfsögðu á að vera ótrúlega skemmtilegur með fólki frá öllum áttum. Við tókum svo einn auka dag í að vafra um borgina sem er náttúrulega ótrúlega lifandi og með skemmtilegum markaði í gamlabænm.  Lára og Rada komu og hittu okkur til að slaka á í tyrkneskubaði eftir anna sama daga. Ég sleppt tyrkneskabaðinu og gekk frekar uppá eitt af fjöllunum sem mynda Nablus. Það létti töluvert á mér þegar fólkinu fækkaði, golan blés og refurinn hljóp í skjól. Eina sem olli ókyrrð var ísraelska herstöðin sem var að sjálfsögðu á toppnum. "Stóri bróðir" líklega að velta því fyrir sér hvað þessi ljóshærða kona, klædd eins og breks nýlendu kona og  grænum sléttbotna leður skóum væri að ganga þarna í brattanum og þyrninum. En mikið þurfti ég á smá fjallgöngu og tíma fyrir sjálfan mig.
Fólkið í Palestínu
Á þessum tveimur vikum þá er ég búin að kynnast alveg aragrúa að fólki að mestu heimamönnum en svo að sjálfsögðu líka fólki frá öllum heiminum. Eins og flestir vita ef ég alveg ótakmarkaðan áhuga á fólki og sérstaklega ef það kemur mér á óvart. Hingað til hafa okkar elskulegu bílstjórar séð til þess að ég vakni á morgnanna með litríkri framkomu. Það eru tveir heldri menn sem keyra okkur oftast og þeir hafa alveg ótakmarkaða þolinmæði fyrir afskiptasömum vesturlandabúum. Þeir eru nú virklega ólíkir persónuleikar annar nennir nú ekki að hafa fyrir því að viðhalda bílnum og heldur okkur vakandi með stanslausu pípi vegna þess að skottið lokast ekki. Það er síðan ekkert skemmtilegra en þegar við hittum á málefni sem hann brennur fyrir. Þá gleymir hann smá að hann talar ekki alveg reiðbrennandi ensku og við gjörsamlega tínumst í samtalinu en það er ekki annað hægt nema að dragast inní samtalið því ástríðan er svo mikil. Þessi er líka skemmtilegur húmoristi og uppreisnaseggur og hikar ekki við að losa beltið hjá framsætisfarþeganum um leið og hann yfirgefur vegi stjórnað af ísraelskahernum.

Hinn bílstjórinn okkar er með fleiri sæti og getur því ekið okkur öllum. Hann er ögn rólegri og því oft áhugaverðar samræður um daglegt líf sem myndast í framsætinu. Sjónin hans er nú líklega aðeins farin að dala og þar hann því stundum smá aðstöð við að sjá nánast ósýnilegar hraðahindranir. Hann hefur þó húmor fyrir því og hefur meiri segja tekið þátt í remixi í svokölluðu bumb lagi. Bæðir bílstjórar eru til í að gera allt fyrir okkur og stundum aðeins og mikið.

Vara bílstjórinn okkar frá Nablus fór síðan á kostum í fyrstu ferðinni þegar hann talaði á einhverjum hraða sem ég skil ekki einu sinni. Hann stoppaði bara einu sinni og það var til að segja okkur að hann veit að hann talar mikið og svo hélt hann áfram á arabísku.  

Eigið góðan laugardag

08.11.2017 11:43

Húmorinn sannleikurinn og hið daglega líf

Næstu daga í ólífutínslu lærði ég meira og meira um líf ólífu bóndans og líf undir hernámi. Við tíndum með bónda frá Burin í  þrjá daga. Hann var með vinnumenn af öllum gerðum 19 ára synjandi hressir, þýskumælandi, verkfræðingar og ýmislega fleiri. Þetta var sérstaklega hress hópur. Fyrstu tvö daga tíndum við með leyfi frá hernum. Bændur hérna þurfa nefnilega að fá leyfi til að tína á eigin landi ef það er of nálægt landránsbyggðum. Það leyfi er frá 8 til fjögur og að sjálfsögðu var herinn mættur til að vísa okkur í burtu umleið fyrsta daginn.  

Frásagnargleði Palestínubúans
Í ólífutínslu skappast alltaf mikið svigrúm fyrir allskonar spjall. Tungumála örðuleikar sésta auðvita svip sinn á samtölin en sem betur fer fyrir okkur íslendingana þá geta allar hinar þrjár IWPS konurnar bjargað sér á arabísku. Palestínar hafa gaman af því að tala og hef ég oftar en ekki hitt ofjarl minn í þeim málum síðan ég kom hingað. Það er ýmislegt sem kemur fram í þessum samtölum og það leynir sér ekki að Palestínar eru margir með svartan kaldhæðinslegan húmar sem íslendingnum finnst nú ekki leiðinlegt. Það er kannski ekki annað hægt að vera með smá húmar í þessum aðstæðum og ef þú ert með húmar þá er líklegast að hann sé örlítið svartur og kaldhæðin. Um daginn hitti ég konu á sjötugs aldri sem eins og margir hérna lend í því að hermaður gerði ítarlega leit á heimili hennar án leyfis og ástæðu á sama tíma og herinn handtók son hennar fyrir að vera pirrandi (eða activisti). Á leiðinni út hafði konan fyrir því að benta hermanninum sem var búin að rústa heimil hennar að hann hafði gleymdi leita í sófanum.

Ekki eru allar sögurnar settar upp á svona kaldhæðinslegan hátt og stundum fær maður þær umbúðalausar. Fyrsta daginn með hressa hópnum í ólífutínslu fengum við að hlusta á syrgjandi föður. Þessa sögu ætti nú ekki að segja í fáum orðum en það verður þó gert hér. Maðurinn sagði okkur hvernig 18 ára sonur hans hafði verið tekin af lífi ástaðnum fyrir að sýna örlítið mótlæti við hernáminu og landráninu. Eins og við öll myndum gera barðist faðirinn fyrir einhverju réttlæti en  í staðin í fanglesi í 2 mánuði.

Sannleikurinn á bakvið fjölskylduna
Ég tíni í tvö daga með þessum hressa hóp sem var leyddur af einum duglegast og skipulagðasta bónda sem ég hef hitt. Eftir fyrsta daginn fórum við svo sjálfsögðu í kvöldmat hjá fjölskyldunni og þar beið okkar kona með eitt 2 mánaðar gamalt barn og svo 2. ára og 3. ára. Þetta heimili minnti mig örlítið á heimili systur minnar. Þar sem allir fá að taka ábyrgð og það er bara alls ekki ljóst hver á hvern og hver gerir hvað.

Daginn eftir bættist aðeins í hópinn og okkur tókst að klára þetta svæði áður en leyfið rann út. Þennan dag bætist við mágur bóndans í hópinn. Daginn áður höfðum við kynnst honum þar sem hann gaf okkur að borða og aðstoðaði systur sína heima fyrir. Þessi ungi maður var ekki langt á eftir bóndanum í dugnaði en hann var fámáll. Þegar hann talaði við mig skildum við lítið annað en bros hvers annars en það læddist líka að mér sá grunur að hann ætti hugsanlega við málörðuleika að stríða.

Þriðja daginn fóru þrjár af okkur með sama hóp á annað svæði ekki með leyfi og því hættulegra og enn mikilvægar að hafa útlendinga með.  Ég og ein önnur fórum að hjálpa annarri fjölskyldu á aðeins minna áhættusvæði. Sá dagur var afslappaður en við fengum að kynnast nýrri fjölskyldu og hærri tegund af trjám og  ég naut dagsins í órifnum buxum upp í tréi.

Restin af IWPS konum hélt áfram að kynnast sama hópnum og þar á meðal mág bóndans sem hafði gengið í gegn um meira en margur þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir fjórum árum á brúðkaupsdegi systur hans og bóndans þá var hann keyrður niður viljandi.  Hann var að hlaupa yfir einn af mörgum "ísraelskum" vegum sem marka lífið hér í Palestínu. Hann var í dái í 2 mánuði og nú er hann hér einn sterkasti maðurinn á svæðinu. Það reyndist líka rétt að hann er átti við málörðuleika að stríða. Enda erfitt að komast í gegn um svona árás án þess að hljóta varanlegar skemmdir á heila.

Dagleg líf byggt upp á því sama
Ég geri mér grein fyrir að þetta eru ekki upplífgandi sögur en vonandi varpar þetta örlítið ljósi á þeim upplýsingum sem ég er að vinna úr. Það er ekkert verið að hella þessum sögum yfir okkur en eftir nokkra daga í ólífutínslu þá kemur ýmislegt til tals. Það er líka mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að hér er fólk allmennt bara að lifa sínu venjulega daglega lífi sem er byggt uppá nákvæmlega eins og okkar daglega líf á íslandi. Vinna, borða, njóta, sofa. Munurinn felsta svo í því að þú átt hættu á því að landránsmenn kveiki í ólífutrjánum þínum þegar þú sefur. Sem var gerðist nokkrum dögum seinna eftir að við tínsluna með þessu góða fólki. En hvað gerir maður annað en að standa beinn og segja þeirra mistök við vorum búin að tína allar ólífurnar. 


Hér að neðan fylgja nokkar myndir frá fyrstu dögunum og síðan er hér myndband en ég er búin að vera leika mér með nýja GoPro vél og er enn að læra en þetta myndband er að fyrsta deginum sem við vorum í Burin. A myndbandinu sést vegurinn sem við þurftum að fara yfir og þar sem keyrt var á máginn og hermennirnir sem komu þegar við vorum að yfirgefasvæðið. Það eru líka komnar myndir í albúm. 

Myndband
03.11.2017 15:42

Óviðeigandi enn og aftur

Aðlögun i Deir Istya
Skiljanlega vorum vid mjog threyttar eftir langan dag og litinn svefn en vid vorum fyrst og fremst fegnar ad vera komnar a endastod. Husid okkar i Deir Istya er meirahattar allaveg i samanburdi vid hostelid nottina a undan. Kannski er thad ekkert luxus hus a islenskan maelikvarda en fyrir manneskju sem byr a fjollum nokkra manudi a ari tha erum vid ekki ad kippa okkur upp vid einhverja ser tharfir i salernis adstodunni og odru. I hreinskilni satt tha er thetta hus med betri adstodu sem eg hef dvalid a minum ferdalogum. Thetta er stort hus a tveimur haedum med tvo badherbergi. Svolum, innri verond og ytri verond. Thad gladdi mig serstaklega tvi i innri verondinn tha get eg gert aefingarnar minar an thess ad sjast. Eg skal setja inn myndir af husinu fljotlega en med husinu kemur lika godur felagsskapur sem felst i fjorum konum einni islenskri, tveimur thyskum og svo einni fra svartfjallalandi og svo ad sjalfsogdu Mist.

Naestu daga fengum vid rosalega mikid af upplysingum um hvernig mal standa i Palestinu og i sannleika sagt er eg enntha ad vinna ur ollum thessum upplysingum. En strax fyrsta morguninn vorum vid maett a fyrsta olivuakurinn. Til ad utskyra tilganginn med olivutinslunni tha er adalmarkmid ekki ad tina olivur. Ef thad vaeri astadan tha myndu baendurinn rada ser vinnufolk fra Palestinu. Vidvera internationals sem vid erum kollud hefur thau ahrif ad israelskt landtokufolk og herinn areitta sidur baendur er their tina a landi sinu rett vid landtokubyggdir. Thad er skiljanlegt ad thetta se allt mjog oskiljanlegt en thetta er sam saman ad skyrast betur i hausnum a mer. En  einfaldlega er Israel ad yfirtaka Palestinu og thvinga tha i burt med thvi ad ogna them og threngja ad theim a hinum og thessum stodum.

Fyrsta olivu tinslan med beran rass
En fyrsta olivu tinslan okkar var a frekar rolegum stad og vid gatum notid thess ad laera adferdir i olivutinslu og kynnst baedunum sem voru ekkert nema almennilegir vid okkur nylidana i thessu ollu saman. Jafnvel tho eg hafi rifid buxurnar minar a mjog slaemum stad.

Mer tokst aftur ad vera mjog ovideigandi en thad var mjog ovart. Eg sem sagt stodst ekki mattid ad klifra upp i eitt olivutreid jafnvel tho eg hafi vitad ad buxurnar sem eg fann i husinu goda hafi verid alveg ad rifna i klofinu. Ad sjalfsogdu rifnudu thaer vid frysta skref upp i treid og onnur rasskinin stendur ut um rifuna. Ekki gott i landi that sem folk er ekkert ad flakka beru holdi. Blessadir palestinarnir heltu rosa vel andliti allan daginn og eg reyndi eins og eg gat ad vera ekki ad snua mikid rassinum i folk. En thetta versnadi adeins thegar okkur var ad sjalfsogu bodid heim til bondans. þar tok oll fjolskyldan a moti okkur og thokk se toskunar minnar og plaststols gat eg falid rassinn fyrir heimilsfolki. En thau eru orugglega enntha ad spa af hverju eg vildi alls ekki thvo skitugar hendurnar.

Svona var fyrstu dagurinn i olivutinslu en naestu daga forum vid a svaedi sem voru enn naer landtokubyggdum og thorf okkar ennþá meiri. Einn daginn var hun svo mikil ad vid yfirgafum adur en eitthvad gerdist. En meira um thad sidar.

Hin endalausa gafmild heimamannsins
Thad er eins og palestinar seu med endalausan brunn af godmennsku, vinalegumheitum og gjafmild. Eg er buin ad komast ad thvi ad eg er eiginlega eins og karlinn a hostelinu thegar kemur ad vinalegumheitum i samanburdi vid palestina. Thetta getur reyndar verid sma erfitt thar sem eg drekk helst ekki kaffi, svart te eda heita drykki mikid. Ekki baetir ur skak ad eg er ekki mikill aðdáandi sykurs. Thu getur bara sagt nei akvedid oft thangad til thu verdur ad thykkja eitthvad. En aftur a moti thegar kemur a matarmalum er eg i himnariki her. Allur ferskur maturinn, olivurnar, humusinn, olivuolian, osturinn, jogurtid, avokado, falafal og svo maetti lengi telja. Flestir sem koma hingad grennast vist en fyrir manneskju eins og mig sem er von likamlegri vinnu og hollum mat thad se eg ekki hvernig thad gerist thegar alltaf er verid ad bjoda mer svona mat. 

30.10.2017 20:34

Haldið inní Palestínu

Áður en ég held áfram ferðasögunni þá finnst mér nauðsynlegt að útskýra ástæður og tilgang þessa ferðalags. Vona að þið gefið ykkur tíma til að lesa þessar hugleiðingar áður en þið haldið áfram með ferðasöguna. 

Í kvöld sat ég út á bílastæði með húskonum mínum og talaði við gestinn okkar sem kom akandi á bílnum sínum. Gesturinn fór ekki úr bílnum vegna þess að fyrir nokkrum árum fékk hann byssuskot í mænuna og er því lamaður frá mjöðmum. Tveimur dögum fyrr hafði ég setið í stofunni með honum og börnum hans 6 og rétt um fertugri konu hans sem berst við magakrabba. Það er erfitt fyllast ekki reiði yfir óréttlæti heimsins í svona aðstæðum en æðruleysi mannsins og fjölskyldunar er svo mikil  að þú getur ekki annað en fylgst örlítilli von. Maðurinn var skotinn af Ísraelskahernum er hann tók þátt mótmælum á lokun vega og landtöku Ísraelsmanna í Palestínu. Það er ekki vottur að reiði eða ofbeldi í þessum manninum en það skín af honum viljinn til búa til betri framtíð fyrir ókomna kynslóðir. Þetta er ein af mörgum merkilegu fjölskydunum sem ég hef fengið að kynnast þessa fyrstu daga.

Í mörg ár hef ég fylgst úr fjarlægð með ástandinu í Palestínu ég hef aldrei verið nein sérstök baráttukona. Ég tala hér um ástandið í Palestínu vegna þess þar gerist allt óréttlætið nánast fyrir luktum dyrum alheimsins. Við fáum að sjálfsögðu fréttir en þú þarft að leita af þeim og geta lesið á milli línana. Við getum öll haft mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málefnum en í sannleika sagt þá er þessi deila eitt af þeim málum í heiminum þar sem það er óskiljanlegt að taka afstöðu með Ísrael. Deilan er flókin en samt svo einföld og nú mun ég einungis dveljast á Vesturbakkanum  þessar 6 vikur en ekki á Gaza þar sem vandinn er annar. Ég ætla ekki að fara ýtarlega yfir þetta áralanga ofbeldi Ísraelmanna hér en hingað er ég komin til að kynna mér þetta betur. Kannski hefði verið gáfulegast að kynna sér allar hliðar deilunar hlutlaust með því að ferðast um bæði Ísrael og Palestínu eins og ég geri oftast en það er ekki hægt. Ef ég sjálfstæður ferðalangur tek upp umræðuefnið í Ísrael eða ferðast sjálfstætt í Palestínu á ég hættu á því að vera rekin úr landi eða handtekin. Eina leið mín til að fá að upplifa alvöru Palestínu er að taka þátt í svona verkefni eins og þessu sem ég tek þátt í nú. Ég var svo sem löngu búin að velja mér lið enda valið líklega sjaldan eins augljóst. En samskipti mín við Ísraeli seinustu ár hafa einnig auðveldað valið. Ekki það þeir séu allir skelfilegur heldur einkennast þau alltaf af ókveðinni ókyrrð, óöryggi og Palesínu manninum í herberginu sem enginn talar um. Aldrei ef ég lend í því  að Ísraelskurferðamaður hefur tekið upp málefni Palestínu við mig og eitt að því sem Ísraelar elska er að tala um allt í heiminum. Bandaríkjamenn ræða sinn "Palestínumann" en Ísraelar forðast þetta eins og heitan eldinn þegar komið er til annara landa. Mig langar ögn að komast að því af hverju það er en meira langar mig að sýna Palestínu stuðning minn í verki.

Ég er því hingað komin til að sjá, skilja, sýna samstöðu, tína ólífur en fyrst og fremst til að stuðla að auknu öryggi ólífubænda sem tína á sínu landi nálægt landtökubyggðum Ísraela. Því eins og oft áður er líf forréttinda hvítingans frá vestrinu metið hærra en heimamannsins.

Nokkrir áhugaverðir linkar.

Heimasíða samtakana sem ég vinna með

Facebookar síða samtakana

Síða SÞ um Palestínu

Kort af Vesturbakkanum


 

Jerúsalem til Deir Istya

Við vöknuðum eldsnemma á þakinu eftir ágætis svefn og það verður að segja að sólarupprásin yfir Jerúsalem sveik engan. En okkur langaði samt ekkert meira en að flýta okkur niður á Araba rútustöðina, auðvita er sér rútustöð fyrir þessa Araba. En fyrst þurftum við að ná okkur í fullt af peningum í hraðbanka. Við freistuðumst að reyna að finna hraðbanka í Arabahverfinu en á endanum neyddist ég til að hlaupa aftur til baka í snobb verslunargötuna og finna hraðbanka. Vil ítreka að þarna er klukkan rétt að gana 7:30 og tvær B manneskjur búnar að gera allt of mikið.

Á rútustöðinni vorum við ekki lengi að finna hjálpsaman palentískan mann sem bablaði ensku og leyfði okkur að elta sig fyrsta hluta ferðarinnar. Við áttum um tíma smá erfitt að fylgja honum eftir þegar við fórum með alltof stóru ferðatöskurnar okkar í gegn um fáranlega flókið hlið á einum að mörgum Checkpoint Ísraelska hersins. En að lokum komust við til Ramallah og þar sá þessi hjálpsami maður um að finna fyrir okkur leigubíl til Deir Istya. Tveimur og hálfum tíma frá því að við yfirgáfum versta hostel í heimi vorum við komin til Deir Istya þar sem við fundum húsið okkar eftir að leigubílstjórinn var búin að spyrja alla í þorpinu hvar húsið var. En þar tóku á móti okkur fjórar konur sem koma til með að vera húsfélagar okkar næstu vikur. Það fór strax vel á með okkur á meðan við borðuðum dýrindis morgunmat og ræddum hvernig við ættum að haga okkur á fyrstu mótmælunum. Okkar helsta verk var að sjálfsögðu að sýna hvað við erum vestrænar og alþjóðlegar til að herinn níðist nú ekki of mikið á heimamönnum í Kufr Qaddoum sem mótmæla því að vegi sem styttir leiðin á t.d. sjúkrahúsi. Af hverjum var honum lokað? Það veit enginn fyrir víst en allir vegna þess að ísraelar eru að reyna að þrengja meira og meira að Palestínumönnum.

Mótmælin voru fámenn þennan heitan dag enda mitt ólífutímabil og jafnvel þó að föstudagar séu hvíldardagur Palestínumanna þá voru margir á ólífuökrunum þennan dag. En þarna var samt komin hópur, alþjóðinga (international peopla), fréttamanna og svo heimamanna á öllum aldri. Það var erfitt að horfa á dekkin brenna en mig grunar að það verði auðveldar og auðveldar að styðja við þessa mengun sem felst í því að senda ógeðis reykin yfir landtökubyggðirnar. Það virðist virka því á endanum mætir herinn alltaf þó svo að hann hafi verið fáliður í þetta skipti. Nokkrum steinum var hend í átt að hermönnum og þeir skutu nokkrum gúmikúlum til baka.

Það var líklega ágætt að fyrir þreytta nýliða að byrja á rólegum mótmælum. En þau verða fleiri næstu vikur.

Næst tekur við aðlögun í daglegt líf friðsama ólífutínarans


30.10.2017 17:41

Versta hostel sögunnar

Áður en sagan af versta hosteli sögurnar hefst. Þá er best að útskýra af hverju við enduðum þarna. Það er nefnilega svoleiðis að stundum þá fá óskipulagir ferðalangar eins og við það í bakið að vera ekki búin að skipuleggja og þetta var eitt af þeim skiptum. Það er nefnilega svoleiðis að stór hluti heimsins vill víst heimsækja Jerúsalem og vitið menn það þýðir að maður bókar víst ekki með eins dags fyrirvara. Þegar þú kemst svo að því rétt fyrir flug að þú bókaðir óvart bara gistingu fyrir þig en ekki samferðakonu þína (Mist) þá er líklegt að þú þurfir í staðin að sætta þig við  hostelið sem lonley planet segir þér að bóka alls ekki nema að þú sjáir fram á að þurfa sofa úti. Þannig að Petra hostel var það eða 16000 króna hótel nótt sem við nískupúkarnir vorum aldrei að fara taka. Svo til að fullkoma þetta þá kemstu líka að því að þú bókaðir óvart 2 nætur á þessu ömurlega hosteli. 

En aftur að ferðasögunni. Við erum sem sagt komnar þarna inn i gömlu borgina í Jerúsalem þar sem allt er mjög gamalt og á móti þér taka að sjálfsögðu syngjandi ísraelskar unglingsstúlkur og minjagripasölumenn. Við vorum fljótar að finna Hostelið og fljótar að komast að því að það var engin lýgi að eigandinn er dónalegasti maður á jarðríki. Hann byrjaði að segja mér að við værum ekki á listanum og svo þegar ég sagði að ég vildi breyta bóknunni þá var ég allt í einu á listanum. Svo sagði að hann að ég mætti alveg nota internetið og breyta bókuninni á Hostelworld svo ég reyndi það og komast að því að internetið virkar ekki vegna of álags og hann glottir. Þarna einhverstaðar á milli kom kona og spurði hvar hún mætti reykja og hann sagði á svölunum og kveikti sér upp í sígrettu ekki á svölunum. 

En eftir smá þars sá ég að þetta væri ekki þess virði og borgaði báðar næturnar og hann sýndi okkur rúminn okkar og karlmanninn í kvennaherberginu sem ég hafði bókað. Ég reyndi að benda honum á að það væri ekki eðlilegt að heimta að við borguðum fullt verð fyrir eitthvað sem við bókuðum ekki en enn og aftur þá bara nennti ég þessu ekki. En rúmin voru samt þannig að við vorum farnar að sjá fokk mikið eftir því að hafa ekki tekið sængurverið okkar með til að flýja inní um nóttina. 

Að lokum skildum við eftir allt sem skipti ekki máli og fórum í leit að mat og betra neti. Það fundum við að sjálfsögðu á eina Palentíska staðnum í nágreninu. Þegar við snérum til baka vorum við búnar að ákveða að gista bara eina nótt fá 20% endurgreidd og koma okkur inní Palestínu sem fyrst á morgun. Við gengum því saddar og ögn léttari aftur inná hostelið og settumst í sameiginlega rýmið og reyndum að nota netið. Það tókst ekki en aftur á móti gátum við ekki annað en skemmt okkur yfir öllum hinum gestunum sem áttu sama samtal og við við eigandan aftur og aftur. Þetta var örlítið eins og sitja fastur í sama grínsketsinum.

Áður en við fórum að sofa ákváðum við að gera það eina jákvæða við þetta Hostel og fara upp á þak og horfa yfir gömluborgina það reyndist svo fallegt (eða herbergið svo óspennandi) að við ákváðum að spyrja fyrir kurteisissakir hvort við mættum sofa út. Vitandi það að fólk var nú þegar búið að koma sér fyrir á þakinu. Ég skotaðist niður og bjóst við já eins og skot. En þá kom bara þvert nei. Hann nennti sko ekki að vera þvælast upp og niður með dýnur ég svaraði að við gætum gert það. En nei þetta gekk sko alls ekki þangað til dularfullur maður komu fram úr einhverju innra herbergi og leit á manninn ertu í alvöru að banna þeim að sofa úti eina nótt og þær hafa borgað fyrir herbergi í tvær nætur. 

Við sváfum undir berum himni þessa nótt á þakinu á versta hosteli sögunnar. Ætla að reyna að hafa þetta stutt og regluleg blogg svo næst förum við inn til Palestínu.

29.10.2017 17:14

Í gegn um Ísrael til Palestínu

Þá er komið að því ég er komin á ferðina aftur og fæstir vissu af því.

Ég yfirgaf Ísland í byrjun 17. október eftir að hafa verið heima í hálfan sólarhring eftir stutta heimssókn til Bretlands. 

Ferðlagið byrjaði á smá vinnuferð í Þýskalandi og Tékklandi þar sem við Mist eltum íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu og flesitr ættu að vita af þeirri frægðarför (þá meina ég landsliðsins ekki okkar). 26. október hófst svo hið eiginlega ferðaævintýri þessa árs þegar við flugum til Tel Aviv og ég held að það se óhætt að segja ævintýrin hafi byrjaði strax og við lendum í Ísrael og þau hafa ekki stoppað hingað til. 

Þegar við lendum í Tel Aviv vorum við búnar að vinna í því að breyta útlitinu úr því að vera friðarsinni í að vera á leiðinni á ströndina í Tel Aviv. Við skildum bakpokan eftir heima og litum ekki út eins og værum að fara hanga í kringum ólífutré eða ferðast um á kerru eftir 2 daga. Vandamálið er nefnilega það ef landamæravörðunum eða öðrum á flugvellinum finnst eins og við séum á leið inni Palestínu gætu þeir tekið sig til og bannað okkur að fara inn. Þetta gerist fáranlega oft. 

Þegar við lendum fór þetta plan algörglega út um þúfur. Flugvöllurinn var með allt í vitleysu í landamæraeftirlitinu og í öllum troðningum var ekki séns að greina með góðu móti milli mín Palestínufarans og Bandarískugyðingana fyrir framan mig sem blöðruðu allan þennan einn og hálfan tíman sem við nutum okkar þarna í hitnum og troðningum. Mist vann keppnina fyrst inní landið og "valdi" rétta röð og um leið og ég horfði á hana fljúga inn með bros á vör inn þá ákvað einhver flugvallarstarfsmaðurinn að það væri gáfulegt að fara með einn stóran hóp í sér landamæraeftirlit.  Hann gekk síðan með hópinn og náttúrulega heilan helling af öðrum sem voru fyrir aftan hópinn þvert fyrir alla landamæraverðina í boxunum sínum. Nú erum við komin með svona vegg af ferðamönnum fyrir framan okkur og þeir halda nátturlega að landamæraverðirnir séu bara bíða eftir þeim. Nú fór fram rifrildi á frönsku og bandarísku og ég stóð þarna í þvögunni og reyndi að halda ró minni til að draga enga athygli að mér. Loksins fékk ég svo að hitta landamæravörðinn sem var í yngri kantinum og með svona fallega blá og hvíta stjörnu um hálsins. Þetta byrjaði fínt en hann var ekki að deyja úr hressleika. Ég brosti og sagðist vera á leið í frí en þá þurfti að hann spyrja hversu lengi og þá komu aðeins fleiri spurningar. Enda örlítið sérstakt að fara í 8 vikna frí til Ísrael og ætla ekkert inn í Palestínu en þökk sé hæfni minni til að hliðra sannleikanum og pirruðum ferðalöngum fyrir aftan mig leyfti drengurinn minn mér inn og við báðar komnar inn Ísrael í fyrsta skiptið. 

Næsta ævintýri byrjar í Jerúsamel þegar við lendum í sama grínþáttinum aftur á aftur á versta Hosteli í heimi og þegar ég segi versta hosteli þá er ég að telja með ansi mörg vafasöm hostel. En þar sem tíminn hverfur í ævíntýrum hérna og Palestínu og ég að fara tína ólífur í fyrramálið þá verður þetta endirinn á þessum fyrsta bloggi þessar ferðar.  • 1
Today's page views: 9
Today's unique visitors: 5
Yesterday's page views: 26
Yesterday's unique visitors: 6
Total page views: 393632
Total unique visitors: 78828
Updated numbers: 19.6.2018 04:58:17eXTReMe Tracker